Sigmundur sáttur við svar umhverfisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins. vísir/vilhelm „Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira