Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 13:31 Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36