Eldur og táragas í Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2019 19:00 Milljónir lögðu niður störf í Frakklandi í dag. Verkfallið lamaði almenningssamgöngur og skólastarf. Ekki er útlit fyrir að öldurnar lægi næstu daga. Talið er að milljónir hafi tekið þátt í allsherjarverkfalli dagsins og mátti greina töluverða reiði á meðal mótmælenda. Þessa reiði mátti vel greina í höfuðborginni þar sem mótmælendur kveiktu bál og tókust á við lögregluþjóna, sem svöruðu með táragasi. Verkfallið olli mikilli röskun á daglegu lífi, bæði á almenningssamgöngum og skólastarfi. Þá var Eiffelturninum í París lokað, svo fátt eitt sé nefnt. Mikill stuðningur er við aðgerðirnar, 69 prósent samkvæmt könnunum. Óánægjan beinist gegn ríkisstjórninni vegna áforma hennar um að einfalda eftirlaunakerfi landsins. Í dag er fjöldi mismunandi kerfa í gildi víðs vegar um landið. Frakklandsstjórn vill einfalda þetta og miða eftirlaunagreiðslur við fjölda unninna daga. Þá fengi fólk sömuleiðis lægri greiðslur ef það fer á eftirlaun fyrir 64 ára aldur. Ekki er búist við því að þetta verði eini verkfallsdagurinn enda hafa verkalýðsleiðtogar heitið áframhaldandi aðgerðum þar til ríkisstjórnin hættir við áformin. Búist er við því að starfsmenn almenningssamgangna verði í verkfalli fram á mánudag. Frakkland Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Milljónir lögðu niður störf í Frakklandi í dag. Verkfallið lamaði almenningssamgöngur og skólastarf. Ekki er útlit fyrir að öldurnar lægi næstu daga. Talið er að milljónir hafi tekið þátt í allsherjarverkfalli dagsins og mátti greina töluverða reiði á meðal mótmælenda. Þessa reiði mátti vel greina í höfuðborginni þar sem mótmælendur kveiktu bál og tókust á við lögregluþjóna, sem svöruðu með táragasi. Verkfallið olli mikilli röskun á daglegu lífi, bæði á almenningssamgöngum og skólastarfi. Þá var Eiffelturninum í París lokað, svo fátt eitt sé nefnt. Mikill stuðningur er við aðgerðirnar, 69 prósent samkvæmt könnunum. Óánægjan beinist gegn ríkisstjórninni vegna áforma hennar um að einfalda eftirlaunakerfi landsins. Í dag er fjöldi mismunandi kerfa í gildi víðs vegar um landið. Frakklandsstjórn vill einfalda þetta og miða eftirlaunagreiðslur við fjölda unninna daga. Þá fengi fólk sömuleiðis lægri greiðslur ef það fer á eftirlaun fyrir 64 ára aldur. Ekki er búist við því að þetta verði eini verkfallsdagurinn enda hafa verkalýðsleiðtogar heitið áframhaldandi aðgerðum þar til ríkisstjórnin hættir við áformin. Búist er við því að starfsmenn almenningssamgangna verði í verkfalli fram á mánudag.
Frakkland Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira