Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á heilsugæslustöðvar sem eru án varaafls Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2019 00:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi. Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi.
Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira