Corbyn ekki í brúnni í næstu kosningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:11 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, var að vonum ánægður í nótt þegar útgönguspár báru með sér stórsigur flokksins. Getty/Chris J Ratcliffe Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08