„Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 23:00 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira