„Fór til Danmerkur og lenti á vegg en sænska deildin er ekkert ósvipuð Olís-deildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Daníel Freyr er á leið út á ný. vísir/bára Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira