Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2020 14:48 Sigrún upplifði samstöðumótmælin á Austurvelli í vikunni sem söguleg, enda hafi aldrei jafn stór hópur komið saman hér á landi til að ræða um kynþáttafordóma. Vísir/Sylvía Hall/Aðsend Sigrún Amina Wone upplifði mikinn létti á samstöðumótmælunum á Austurvelli á miðvikudag þar sem hún hlustaði á ræður um kerfisbundið misrétti sem svart fólk sætir. Það hafi verið einmanaleg upplifun að alast upp á Íslandi, þar sem flestir eru hvítir, og þurfa ein í hópi hvítra, að fást við kynþáttafordóma. Sigrún er 23 ára, fædd og uppalin á Íslandi. Hún er úr Breiðholtinu, ættuð frá Akranesi og á hvíta fjölskyldu. Sigrún skælbrosandi í móðurfangi.Aðsend Sigrún segir að fjölskyldan sín sé lítil en afar náin. Hún býr á Háskólagörðunum og elskar að verja tíma sínum með vinum og fjölskyldu, helst í sundi, og hefur brennandi áhuga á tísku. Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. „Hvert einasta svarta barn á Íslandi lendir í því að vera kallað „n-orðinu“ eða að einhver mjög leiðinlegur svertingjabrandari sé sagður. Ekkert barn kann að svara þessu, eitt svart barn í hópi margra hvítra. Enginn veit hvað á að segja. Það er ekki í lagi að nota þetta orð, það bara er ekki í lagi.“ Fordómarnir birtast gjarnan í því að ókunnugt fólk talar fyrst við Sigrúnu á ensku. „Þetta er svo slæm tilfinning. Þú ert ekki búinn að heyra mig tala, þú veist ekki hver ég er en þú ert strax búinn að ákveða það að ég eigi ekki heima hérna.“ Fordómafullar og særandi setningar hafi alltaf valdið henni mikilli vanlíðan. „Ég er oft spurð, þegar ég kynnist nýju fólki, hvort ég upplifi rasisma. Og ég svara alltaf já, hundrað prósent. Það gerist. Það er ekki alltaf augljóst. Það er ekki alltaf einhver að öskra á mig „n-orðið eða segja mér að ég megi ekki sitja við hliðina á þeim af því ég er með annan húðlit. Þetta snýst um litlu hlutina og þegar þeir safnast saman verða mjög leiðinlegir. Þetta er áreiti sem enginn á að þurfa að þola.“ Sigrún segir að það hafi verið frekar einmanaleg upplifun að alast upp á Íslandi og upplifa fordóma sem flestir hérlendis kannast ekki við. Einungis tveir strákar voru svartir í hennar árgangi í grunnskóla. Sigrún er fædd og uppalin á Íslandi, en þrátt fyrir það gera sumir ráð fyrir því að hún sé útlendingur.Aðsend „Þegar ég er í hópi fólks og einhver fer yfir strikið [í kynþáttafordómum] þá er ég oftast ein og ef ég fer að segja eitthvað, þá er oft bara slökkt í mér af því ég er ein á móti öllum,“ segir Sigrún. Frásögn hennar af kynþáttafordómum og misrétti hér á Íslandi sé oft mætt með tortryggni og útúrsnúningum. Það sé afar særandi þegar fólk geri lítið úr upplifun hennar með því að segja að á Íslandi þrífist engir kynþáttafordómar og að Sigrún sé að túlka setningar og viðmót „vitlaust.“ Það hafi þess vegna verið frelsandi að fylkja liði á samstöðumótmælin á Austurvelli á miðvikudag þar sem fólk kom saman til að vekja athygli á kerfisbundu misrétti, fordómum og ofbeldi sem svart fólk verður fyrir en fyrst og fremst til að heiðra minningu George Floyd, sem var, fyrir allra augum, myrtur af bandarískri lögreglu fyrir rúmri viku vegna grunsemda um að hann hefði framvísað fölsuðum 20 dollara seðli. „Það féllu tár og ég upplifði tilfinningar sem ég bjóst ekki við að kæmu upp, bara við að hlusta á það sem þau höfðu að segja. Maður er búinn að vera í einhverjum spennugír svo lengi og þarna létti yfir. Þetta er eitthvað sem hefur legið á mér og ég hef lengi pælt í að reyna að fá fólk til að hlusta og gera eitthvað til þess að fólk hlusti á þetta vandamál en á Íslandi segja allir að fordómar séu ekki hérna, þeir séu lengra í burtu og snerti okkur ekki. Mér leið mjög vel eftir þetta [samstöðumótmælin] og var svo þakklát að sjá hversu margir sýndu stuðning, eru tilbúnir að hlusta og gera betur.“ Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Friðsamleg samstöðumótmæli á Austurvelli í dag Samstöðumótmæli munu fara fram á Austurvelli klukkan 16:30 í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna eftir dauða George Floyd. 3. júní 2020 15:35 „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sigrún Amina Wone upplifði mikinn létti á samstöðumótmælunum á Austurvelli á miðvikudag þar sem hún hlustaði á ræður um kerfisbundið misrétti sem svart fólk sætir. Það hafi verið einmanaleg upplifun að alast upp á Íslandi, þar sem flestir eru hvítir, og þurfa ein í hópi hvítra, að fást við kynþáttafordóma. Sigrún er 23 ára, fædd og uppalin á Íslandi. Hún er úr Breiðholtinu, ættuð frá Akranesi og á hvíta fjölskyldu. Sigrún skælbrosandi í móðurfangi.Aðsend Sigrún segir að fjölskyldan sín sé lítil en afar náin. Hún býr á Háskólagörðunum og elskar að verja tíma sínum með vinum og fjölskyldu, helst í sundi, og hefur brennandi áhuga á tísku. Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. „Hvert einasta svarta barn á Íslandi lendir í því að vera kallað „n-orðinu“ eða að einhver mjög leiðinlegur svertingjabrandari sé sagður. Ekkert barn kann að svara þessu, eitt svart barn í hópi margra hvítra. Enginn veit hvað á að segja. Það er ekki í lagi að nota þetta orð, það bara er ekki í lagi.“ Fordómarnir birtast gjarnan í því að ókunnugt fólk talar fyrst við Sigrúnu á ensku. „Þetta er svo slæm tilfinning. Þú ert ekki búinn að heyra mig tala, þú veist ekki hver ég er en þú ert strax búinn að ákveða það að ég eigi ekki heima hérna.“ Fordómafullar og særandi setningar hafi alltaf valdið henni mikilli vanlíðan. „Ég er oft spurð, þegar ég kynnist nýju fólki, hvort ég upplifi rasisma. Og ég svara alltaf já, hundrað prósent. Það gerist. Það er ekki alltaf augljóst. Það er ekki alltaf einhver að öskra á mig „n-orðið eða segja mér að ég megi ekki sitja við hliðina á þeim af því ég er með annan húðlit. Þetta snýst um litlu hlutina og þegar þeir safnast saman verða mjög leiðinlegir. Þetta er áreiti sem enginn á að þurfa að þola.“ Sigrún segir að það hafi verið frekar einmanaleg upplifun að alast upp á Íslandi og upplifa fordóma sem flestir hérlendis kannast ekki við. Einungis tveir strákar voru svartir í hennar árgangi í grunnskóla. Sigrún er fædd og uppalin á Íslandi, en þrátt fyrir það gera sumir ráð fyrir því að hún sé útlendingur.Aðsend „Þegar ég er í hópi fólks og einhver fer yfir strikið [í kynþáttafordómum] þá er ég oftast ein og ef ég fer að segja eitthvað, þá er oft bara slökkt í mér af því ég er ein á móti öllum,“ segir Sigrún. Frásögn hennar af kynþáttafordómum og misrétti hér á Íslandi sé oft mætt með tortryggni og útúrsnúningum. Það sé afar særandi þegar fólk geri lítið úr upplifun hennar með því að segja að á Íslandi þrífist engir kynþáttafordómar og að Sigrún sé að túlka setningar og viðmót „vitlaust.“ Það hafi þess vegna verið frelsandi að fylkja liði á samstöðumótmælin á Austurvelli á miðvikudag þar sem fólk kom saman til að vekja athygli á kerfisbundu misrétti, fordómum og ofbeldi sem svart fólk verður fyrir en fyrst og fremst til að heiðra minningu George Floyd, sem var, fyrir allra augum, myrtur af bandarískri lögreglu fyrir rúmri viku vegna grunsemda um að hann hefði framvísað fölsuðum 20 dollara seðli. „Það féllu tár og ég upplifði tilfinningar sem ég bjóst ekki við að kæmu upp, bara við að hlusta á það sem þau höfðu að segja. Maður er búinn að vera í einhverjum spennugír svo lengi og þarna létti yfir. Þetta er eitthvað sem hefur legið á mér og ég hef lengi pælt í að reyna að fá fólk til að hlusta og gera eitthvað til þess að fólk hlusti á þetta vandamál en á Íslandi segja allir að fordómar séu ekki hérna, þeir séu lengra í burtu og snerti okkur ekki. Mér leið mjög vel eftir þetta [samstöðumótmælin] og var svo þakklát að sjá hversu margir sýndu stuðning, eru tilbúnir að hlusta og gera betur.“
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Friðsamleg samstöðumótmæli á Austurvelli í dag Samstöðumótmæli munu fara fram á Austurvelli klukkan 16:30 í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna eftir dauða George Floyd. 3. júní 2020 15:35 „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Friðsamleg samstöðumótmæli á Austurvelli í dag Samstöðumótmæli munu fara fram á Austurvelli klukkan 16:30 í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna eftir dauða George Floyd. 3. júní 2020 15:35
„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58
Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49