Glefsur úr Gran Turismo 7 sáust í kynningu á Playstation 5 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. júní 2020 07:00 Leikurinn virðist afar raunverulegur. Tíðindin sem gleðja margt bílaáhugafólk og sérstaklega bílaáhugafólk sem spilar tölvuleiki. Gran Turismo 7 er væntanlegur. Raftækjaframleiðandinn Sony var að kynna Playstation 5 og nýtti tækifærið til að sýna glefsur úr Gran Turismo 7. Kazunori Yamauchi, yfirmaður Polyphony Digital, sem framleiðir Gran Turismo hafði ekki mikið að sýna. Hann lofaði þó góðri skemmtun. Bílarnir líta afar vel út og greinilegt að mikill fjöldi bíla verður í boði. Í þessu stutta myndbandi sem er hér að ofan má sjá sígilda ameríska bíla, GT-3 kappakstursbíla og gamaldags Le Mans sólarhringskappakstursbíla. Myndbandið sýnir einnig viðmót leiksins, sem minnir á fyrirrennarana. Leikurinn lítur vel út en í myndbandinu er lögð áhersla á að leikurinn bjóði upp á marga bíla og margar brautir. Það ber lítið nýtt á góma í myndbandinu. Leikjavísir Sony Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
Tíðindin sem gleðja margt bílaáhugafólk og sérstaklega bílaáhugafólk sem spilar tölvuleiki. Gran Turismo 7 er væntanlegur. Raftækjaframleiðandinn Sony var að kynna Playstation 5 og nýtti tækifærið til að sýna glefsur úr Gran Turismo 7. Kazunori Yamauchi, yfirmaður Polyphony Digital, sem framleiðir Gran Turismo hafði ekki mikið að sýna. Hann lofaði þó góðri skemmtun. Bílarnir líta afar vel út og greinilegt að mikill fjöldi bíla verður í boði. Í þessu stutta myndbandi sem er hér að ofan má sjá sígilda ameríska bíla, GT-3 kappakstursbíla og gamaldags Le Mans sólarhringskappakstursbíla. Myndbandið sýnir einnig viðmót leiksins, sem minnir á fyrirrennarana. Leikurinn lítur vel út en í myndbandinu er lögð áhersla á að leikurinn bjóði upp á marga bíla og margar brautir. Það ber lítið nýtt á góma í myndbandinu.
Leikjavísir Sony Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent