Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 13:48 Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. Getty/Roman Baldandin Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39