Volvo innkallar fleiri en tvær milljónir bíla vegna bílbeltagalla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 11:13 Volvo hefur verið í eigu kínverska félagins Zhejiang Geely Holding Group frá árinu 2010. Innköllunin nú er sú stærsta í sögu framleiðandans. Vísir/EPA Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg. Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. Innköllunin á að hefjast í nóvember. Ástæða innköllunarinnar er stálvír sem heldur beltunum föstum við bílgrindina. Í ljós hefur komið að hann getur veikst með notkun og dregið úr öryggi beltanna. Stefan Elfström, talsmaður Volvo, segir vandamálið þó fátítt. Engin slys eða meiðsl hafa verið tengd við gallann. Tegundirnar sem eru innkallaðar eru Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019. Nýjasta árgerð tegundarinnar er ekki kölluð inn, að sögn AP-fréttastofunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi, nær innköllunin til 957 bíla hér á landi. Verið sé að þýða og setja upp bréf frá Volvo þar sem tilkynnt er um gallanna og innköllunina sem sent verður eigendum bílanna á næstu dögum. Því fylgir einnig leiðbeiningar sem tengjast bílbeltunum. Síðar verður eigendum sent bréf um innköllunina sjálfa sem áætlað er að hefjist í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Brimborg.
Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira