Hinsta kveðjan dýrari eftir lagabreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2020 18:45 Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga. Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga.
Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira