25 ár liðin frá voðaverkunum í Srebrenica Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 11:08 Konur kveikja á kertum í kirkjugarðinum fyrir alla þá sem létust í þjóðarmorðunum árið 1995 í Srebrenica. EPA/ FEHIM DEMIR Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica. Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica.
Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira