Aftur þykir Boris ruglingslegur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2020 16:05 Boris Johnson skartaði grímu þegar hann heimsótti höfuðstöðvar sjúkraflutninga Lundúna í morgun. ap/Ben Stansall Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira