„Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 20:05 Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum. Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland hafa bæst á listann yfir örugg lönd. Af þeim 17 flugvélum sem komu til Keflavíkurflugvallar í dag komu sjö þeirra frá löndum sem ekki teljast örugg vegna kórónuveirunnar. Hátt í 2.500 farþegar ferðuðust með þessum vélum, og því um einn annasamast daginn á flugvellinum frá því ferðatakmarkanir voru rýmkaðar. „Það er mjög öruggt núna,“ sagði Carmen Alvare við komuna til landsins. Hún kom hingað til lands frá Þýskalandi ásamt manni sínum Daniel Esteban. „Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum,“ sagði Daniel. „Ég óttast ekki veiruna en við ætlum okkur að fara varlega og snerta ekkert að óþörfu,“ sagði Julia Kramer þegar hún kom til landsins frá Þýskalandi. „Við erum glaðir að vera hér í viku. Að fá að vera úti í náttúrunni, næra sálina og veiða,“ sagði Wolfram Hopper frá Þýskalandi. „Ég hafði hugsað mér að fara til Íslands í fjölda ára. Í ár var heldur betur gott tækifæri til að koma,“ sagði Jens Kawheg frá Þýskalandi. Icelandair segir fjölda farþega hafa farið stigvaxandi undanfarnar vikur. Samsetning farþega sé mjög fjölbreytt. „Samkvæmt könnunum um borð í vélunum hjá okkur þá virðist vera mikið fólk sem er að heimsækja vini og vandamenn,“ sagði Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugvallarsviðs Icelandair. Umferðin er mun meiri til Íslands en frá landinu. „Traffíkin er mikið meiri til landsins en frá. Við erum að sjá Íslendinga leita til Kaupmannahafnar og Billund.“ Farþegar virðast einnig taka vel í sóttvarnarástafanir og bera flestir grímur glaðir. „Við þó tökum tillit til þess ef farþegar geta ekki borið grímur vegna heilsufarsástæðna, en það er metið eftir hverju tilfelli fyrir sig.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira