Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 12:44 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. stöð 2 Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira