Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 7. ágúst 2020 13:32 Íslendingar þurfa að nýju að sæta sóttkví við komuna til Lettlands og Eistlands. Getty/Ullstein Bild Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum. Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum.
Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira