Gera lítið úr fyrri vandamálum til að hrekja loftslagsvá Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2020 10:00 Guðni Ágústsson líkir nokkrum raunverulegum vandamálum af völdum manna við heimsendaspár í nýlegri grein. Vísir/Magnús Hlynur/Getty Umhverfisvá sem komið var í veg fyrir með aðgerðum hefur verið dregin fram til að grafa undan alvarleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Prófessor í umhverfisverkfræði segir loftslagsbreytingar af völdum manna enn stærra og erfiðara vandamál en eyðing ósonslagsins eða súrt regn. Í kreðsum afneitunarsinna loftslagsbreytinga af völdum manna og á samfélagsmiðlum hefur reglulega verið gert lítið úr viðvörunum um alvarlegar afleiðingar þeirra sem „hræðsluáróðri“ og „dómsdagsspám“. Þar hefur einnig borið á því að umhverfisvandamál frá fyrri tíð séu dregin fram sem dæmi um fyrri slíkar spár sem ekki hafi ræst. Í þann knérunn heggur Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, í grein sem birtist í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Hamfarahlýnun – Dómsdagur eða blekking?“ í gær. Þar líkir ráðherrann fyrrverandi nokkrum raunverulegum vandamálum af völdum manna við „heimsendaspár“. „Nú er upp runnin fjórða heimsendaspáin á 40 árum. Fyrst var það ósonlagið, svo var það súra regnið, síðan kom þúsaldarbyltingin eða 2000 vandinn. Og nú er það hamfarahlýnun af mannavöldum. Dómsdagur er sem sé í nánd, en þessi fullyrðing hefur fylgt manninum frá örófi alda. Í gegnum aldir var kenningin trúarlegs eðlis nú vísindalegs eðlis og henni fylgir reyndar öfgatrúin: „Vér einir vitum.“,“ skrifar Guðni. Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari sem hefur fjallað mikið um loftslagsmál, bendir á að enginn vísindamaður hafi þó spáð heimsendi vegna loftslagsbreytinga, ósoneyðingar, súrs regns eða 2000-vandans. „Við öllu þessu var brugðist eftir viðvaranir sérfræðinga,“ tísti Sævar Helgi um grein Guðna. Eyddi öllu lífi í vötnum í Svíþjóð Óttinn við súrt regn sem var sérstaklega í deiglunni á 9. áratug síðustu aldar var ekki ástæðulaus. Brennisteins- og nituroxíðsmengun sem kom meðal annars frá kolaorkuverum og útblæstri bifreiða blandaðist saman við raka í andrúmsloftinu þannig að súrt regn féll til jarðar. Hrund Ó. Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir við Vísi að súrt regn hafi til dæmis breytt sýrustigi stöðuvatna í Svíþjóð þannig að allt kvikt sem lifði í þeim drapst. Súrt regn hafi þó ekki varið vandamál á Íslandi vegna þess hversu jarðlög hér eru basísk. Regnið brenndi einnig barr- og laufskóga í Evrópu, olli mönnum heilsutjóni og skaðaði nytjajurtir í Kína. Vísindamenn höfðu rannsakað hættur sem gætu fylgt súru regni frá 7. áratugnum en umræðan um þær komst ekki í hámæli fyrr en í kringum 1980. „Það voru margir sem afneituðu súru regni,“ sagði Gene Likens, bandarískur vistfræðingur sem var frumkvöðull í rannsóknum á súru regni, við breska ríkisútvarpið BBC í fyrra. Hagsmunaaðilar í iðnaði settu sig upp á móti aðgerðum og reyndu að sá efa um að vandamálið væri raunverulega til staðar, líkt og raunin hefur verið með loftslagsbreytingar af völdum manna. Rúmur aldarfjórðungur leið frá því að vandamálið var uppgötvað árið 1963 þar til reglur til að draga úr loftmengun voru samþykktar í Bandaríkjunum árið 1990. Verulega hefur dregið úr brennisteinsmengun í heiminum síðan þó að vandamálið sé enn að einhverju leyti til staðar. Hrund Ólöf Andradóttir, , prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands Einn skilvirkasti alþjóðasáttmáli sögunnar Eyðing ósonlagsins í andrúmslofti jarðar var ekki síðra vandamál. Ósonlagið síar út hættulega útfjólublá geislun í ljósi sólar. Þynning þess lýsti sér meðal annars í fjölgun húðkrabbameina í fólki, sérstaklega á stöðum með strandmenningu á suðlægum breiddargráðum, ekki síst Ástralíu. Í ljós kom að eyðingu ósonlagsins mátti rekja til svonefndra klórflúorkolefna sem voru meðal annars að finna ísskápum og úðabrúsum. Við vandanum var brugðist með því að banna efnin og skipta þeim út í þeim iðnaði þar sem þau voru notuð með Montreal-sáttmálanum svonefnda árið 1987. Síðan þá hefur ósonlagið jafnað sig og gat sem myndaðist í því yfir suðurhveli minnkað. Engu að síður er talið að það muni taka áratugi þar til ósonlagið nær sama styrk og það hafði áður en menn byrjuðu að nota klórflúorkolefni. „Montreal-sáttmálinn er í heimi umhverfisverkfræðinnar talinn einn skilvirkasti alþjóðasáttmáli sem hefur verið gerður,“ segir Hrund. Sævar Helgi tekur í sama streng í samtali við Vísi. Ósonlagið sé nú að jafna sig einmitt vegna þess að vísindamenn uppgötvuðu hættuna sem stafaði af ósoneyðandi efnum og þynningu ósonlagsins. „Þetta sem og það hvernig við höfum dregið úr súru regni og bætt loftgæði með regluverki eru allt fyrirtaks dæmi um hverju við getum áorkað þegar við tökum mark á vísindunum og hlustum á sérfræðinga,“ segir hann. Hlustuðu á ráðleggingar sérfræðinga Aldamótavandinn var einnig manngert vandamál sem hefði getað valdið usla en komið var í veg fyrir með aðgerðum. Um var að ræða hugbúnaðargalla sem tengdist hvernig upplýsingar um ártöl voru tilgreind í tölvukerfum. Óttuðust menn að mikilvæg tölvukerfi um allan heim réðu ekki við breytinguna frá árinu 1999 til 2000 með tilheyrandi óvissu. Þegar klukkan sló miðnætti um áramótin 1999-2000 brugðust þó fá tölvukerfi. Margir hafa því síðan talið að lítill vandi hafi í raun verið á ferðum. Snorri Agnarsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir hins vegar að um raunverulegt vandamál hafi verið að ræða og að það hafi verið litið alvarlegum augum á sínum tíma jafnvel þó að möguleg áhrif hafi hugsanlega verið orðum aukin. „Þetta var út um allan heim. Menn þurftu að fá vottun um að þeirra kerfi væru 2000-hæf,“ segir Snorri. Mikil vinna hafi fylgt því að gera tölvukerfi tilbúin fyrir aldamótin. Í umfjöllun Washington Post um 2000-vandann í kringum áramótin kom fram að það hafi kostað mikla vinnu að forða vandræðum. Vandinn hafi verið leystur þökk sé því að sérfræðingar hafi komið auga á vandamálið, vakið athygli yfirvalda á honum og hlustað hafi verið á ráðleggingar þeirra. „Ég veit ekki um einn einasta mann sem vann að 2000-vandanum sem telur að þeir hafi ekki glímt við og forðað meiriháttar hættu á kerfislægu hruni,“ sagði John Koskinen, formaður ráðs Bills Clinton, þáverandi forseta, um 2000-vandann, í byrjun þess árs. Illa leikin tré eftir súrt regn í Kanada.Vísir/Getty Loftslagsvandinn stærri og erfiðari viðfangs Hrund segir hlægilegt að fólk tali um hluti eins og eyðingu ósonlagsins og súrt regn eins og þeir hafi aldrei gerst. „Þynning ósonlagsins og súrt regn voru raunveruleg og alvarleg vandamál fyrir heilsu manna og vistkerfa. Þessi umhverfisvá hefur dvínað mjög mikið í kjölfar víðtækra, alþjóðlegra aðgerða á síðastliðnum áratugum. Hnattræn hlýnun er hins vegar erfiðara og stærra umhverfisvandamál. Gróðurhúsalofttegundirnar sem valda hlýnuninni losna við bruna lífræns efnis, sem hefur aukist með fólksfjölgun og iðnvæðingu sem reiðir sig enn á óendurnýjanlega orkugjafa. Í samanburði voru klórflúorkolefnin sem þynntu ósonlagið bundin við sértækan iðnað og hægt var að skipta þeim út fyrir minna skaðleg efni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna er að við þurfum að draga úr brennslu jarðeldsneytis á öllum vígstöðum nútíma samfélags.“ segir hún. Heimurinn sé nú að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem vísindamenn hafi spáð fyrir um en virkuðu óraunveruleg. „Það er alger einhugur í vísindaheiminum að hnattræn hlýnun sé brýnt vandamál sem við þurfum að bregðast við,“ segir Hrund. Loftslagsmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Umhverfisvá sem komið var í veg fyrir með aðgerðum hefur verið dregin fram til að grafa undan alvarleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Prófessor í umhverfisverkfræði segir loftslagsbreytingar af völdum manna enn stærra og erfiðara vandamál en eyðing ósonslagsins eða súrt regn. Í kreðsum afneitunarsinna loftslagsbreytinga af völdum manna og á samfélagsmiðlum hefur reglulega verið gert lítið úr viðvörunum um alvarlegar afleiðingar þeirra sem „hræðsluáróðri“ og „dómsdagsspám“. Þar hefur einnig borið á því að umhverfisvandamál frá fyrri tíð séu dregin fram sem dæmi um fyrri slíkar spár sem ekki hafi ræst. Í þann knérunn heggur Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, í grein sem birtist í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Hamfarahlýnun – Dómsdagur eða blekking?“ í gær. Þar líkir ráðherrann fyrrverandi nokkrum raunverulegum vandamálum af völdum manna við „heimsendaspár“. „Nú er upp runnin fjórða heimsendaspáin á 40 árum. Fyrst var það ósonlagið, svo var það súra regnið, síðan kom þúsaldarbyltingin eða 2000 vandinn. Og nú er það hamfarahlýnun af mannavöldum. Dómsdagur er sem sé í nánd, en þessi fullyrðing hefur fylgt manninum frá örófi alda. Í gegnum aldir var kenningin trúarlegs eðlis nú vísindalegs eðlis og henni fylgir reyndar öfgatrúin: „Vér einir vitum.“,“ skrifar Guðni. Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari sem hefur fjallað mikið um loftslagsmál, bendir á að enginn vísindamaður hafi þó spáð heimsendi vegna loftslagsbreytinga, ósoneyðingar, súrs regns eða 2000-vandans. „Við öllu þessu var brugðist eftir viðvaranir sérfræðinga,“ tísti Sævar Helgi um grein Guðna. Eyddi öllu lífi í vötnum í Svíþjóð Óttinn við súrt regn sem var sérstaklega í deiglunni á 9. áratug síðustu aldar var ekki ástæðulaus. Brennisteins- og nituroxíðsmengun sem kom meðal annars frá kolaorkuverum og útblæstri bifreiða blandaðist saman við raka í andrúmsloftinu þannig að súrt regn féll til jarðar. Hrund Ó. Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir við Vísi að súrt regn hafi til dæmis breytt sýrustigi stöðuvatna í Svíþjóð þannig að allt kvikt sem lifði í þeim drapst. Súrt regn hafi þó ekki varið vandamál á Íslandi vegna þess hversu jarðlög hér eru basísk. Regnið brenndi einnig barr- og laufskóga í Evrópu, olli mönnum heilsutjóni og skaðaði nytjajurtir í Kína. Vísindamenn höfðu rannsakað hættur sem gætu fylgt súru regni frá 7. áratugnum en umræðan um þær komst ekki í hámæli fyrr en í kringum 1980. „Það voru margir sem afneituðu súru regni,“ sagði Gene Likens, bandarískur vistfræðingur sem var frumkvöðull í rannsóknum á súru regni, við breska ríkisútvarpið BBC í fyrra. Hagsmunaaðilar í iðnaði settu sig upp á móti aðgerðum og reyndu að sá efa um að vandamálið væri raunverulega til staðar, líkt og raunin hefur verið með loftslagsbreytingar af völdum manna. Rúmur aldarfjórðungur leið frá því að vandamálið var uppgötvað árið 1963 þar til reglur til að draga úr loftmengun voru samþykktar í Bandaríkjunum árið 1990. Verulega hefur dregið úr brennisteinsmengun í heiminum síðan þó að vandamálið sé enn að einhverju leyti til staðar. Hrund Ólöf Andradóttir, , prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands Einn skilvirkasti alþjóðasáttmáli sögunnar Eyðing ósonlagsins í andrúmslofti jarðar var ekki síðra vandamál. Ósonlagið síar út hættulega útfjólublá geislun í ljósi sólar. Þynning þess lýsti sér meðal annars í fjölgun húðkrabbameina í fólki, sérstaklega á stöðum með strandmenningu á suðlægum breiddargráðum, ekki síst Ástralíu. Í ljós kom að eyðingu ósonlagsins mátti rekja til svonefndra klórflúorkolefna sem voru meðal annars að finna ísskápum og úðabrúsum. Við vandanum var brugðist með því að banna efnin og skipta þeim út í þeim iðnaði þar sem þau voru notuð með Montreal-sáttmálanum svonefnda árið 1987. Síðan þá hefur ósonlagið jafnað sig og gat sem myndaðist í því yfir suðurhveli minnkað. Engu að síður er talið að það muni taka áratugi þar til ósonlagið nær sama styrk og það hafði áður en menn byrjuðu að nota klórflúorkolefni. „Montreal-sáttmálinn er í heimi umhverfisverkfræðinnar talinn einn skilvirkasti alþjóðasáttmáli sem hefur verið gerður,“ segir Hrund. Sævar Helgi tekur í sama streng í samtali við Vísi. Ósonlagið sé nú að jafna sig einmitt vegna þess að vísindamenn uppgötvuðu hættuna sem stafaði af ósoneyðandi efnum og þynningu ósonlagsins. „Þetta sem og það hvernig við höfum dregið úr súru regni og bætt loftgæði með regluverki eru allt fyrirtaks dæmi um hverju við getum áorkað þegar við tökum mark á vísindunum og hlustum á sérfræðinga,“ segir hann. Hlustuðu á ráðleggingar sérfræðinga Aldamótavandinn var einnig manngert vandamál sem hefði getað valdið usla en komið var í veg fyrir með aðgerðum. Um var að ræða hugbúnaðargalla sem tengdist hvernig upplýsingar um ártöl voru tilgreind í tölvukerfum. Óttuðust menn að mikilvæg tölvukerfi um allan heim réðu ekki við breytinguna frá árinu 1999 til 2000 með tilheyrandi óvissu. Þegar klukkan sló miðnætti um áramótin 1999-2000 brugðust þó fá tölvukerfi. Margir hafa því síðan talið að lítill vandi hafi í raun verið á ferðum. Snorri Agnarsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir hins vegar að um raunverulegt vandamál hafi verið að ræða og að það hafi verið litið alvarlegum augum á sínum tíma jafnvel þó að möguleg áhrif hafi hugsanlega verið orðum aukin. „Þetta var út um allan heim. Menn þurftu að fá vottun um að þeirra kerfi væru 2000-hæf,“ segir Snorri. Mikil vinna hafi fylgt því að gera tölvukerfi tilbúin fyrir aldamótin. Í umfjöllun Washington Post um 2000-vandann í kringum áramótin kom fram að það hafi kostað mikla vinnu að forða vandræðum. Vandinn hafi verið leystur þökk sé því að sérfræðingar hafi komið auga á vandamálið, vakið athygli yfirvalda á honum og hlustað hafi verið á ráðleggingar þeirra. „Ég veit ekki um einn einasta mann sem vann að 2000-vandanum sem telur að þeir hafi ekki glímt við og forðað meiriháttar hættu á kerfislægu hruni,“ sagði John Koskinen, formaður ráðs Bills Clinton, þáverandi forseta, um 2000-vandann, í byrjun þess árs. Illa leikin tré eftir súrt regn í Kanada.Vísir/Getty Loftslagsvandinn stærri og erfiðari viðfangs Hrund segir hlægilegt að fólk tali um hluti eins og eyðingu ósonlagsins og súrt regn eins og þeir hafi aldrei gerst. „Þynning ósonlagsins og súrt regn voru raunveruleg og alvarleg vandamál fyrir heilsu manna og vistkerfa. Þessi umhverfisvá hefur dvínað mjög mikið í kjölfar víðtækra, alþjóðlegra aðgerða á síðastliðnum áratugum. Hnattræn hlýnun er hins vegar erfiðara og stærra umhverfisvandamál. Gróðurhúsalofttegundirnar sem valda hlýnuninni losna við bruna lífræns efnis, sem hefur aukist með fólksfjölgun og iðnvæðingu sem reiðir sig enn á óendurnýjanlega orkugjafa. Í samanburði voru klórflúorkolefnin sem þynntu ósonlagið bundin við sértækan iðnað og hægt var að skipta þeim út fyrir minna skaðleg efni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna er að við þurfum að draga úr brennslu jarðeldsneytis á öllum vígstöðum nútíma samfélags.“ segir hún. Heimurinn sé nú að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem vísindamenn hafi spáð fyrir um en virkuðu óraunveruleg. „Það er alger einhugur í vísindaheiminum að hnattræn hlýnun sé brýnt vandamál sem við þurfum að bregðast við,“ segir Hrund.
Loftslagsmál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira