Jóna María skellir í lás í Bæjarlindinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 07:35 Jóna María hefur verið liðtæk á samfélagsmiðlum verslunar sinnar og klæddist gjarnan eigin hönnun og vörum - og birti á Facebook, líkt og sjá má hér til vinstri. Samsett/Jóna María Design/ja.is Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur. Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur.
Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira