Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 10:40 McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að engin ákvörðun um vitnaleiðslur verði tekin fyrr en eftir að réttarhöldin hefjast. Vísir/EPA Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira