Ekkert sem bannar dæmdum barnaníðingum að fara með forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2020 18:45 Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38