Ekki í belti og sennilega ekki hæfur til að aka strætisvagninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 17:33 Mynd frá vettvangi slyssins. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar. Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar.
Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25