Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 15:40 Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa. Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020 Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020
Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira