Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:52 Fjölskylda forðar frá næsta nágrenni Taal-eldfjallsins. Aska hefur fallið víða í kringum fjallið. AP/Aaron Favila Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon
Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31