Mótmæltu lokun Bláfjallavegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 16:00 Ætlunin var að keyra eftir veginum en búið var að loka honum. Mynd/Bjarni Freyr Báruson Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin
Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13