Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 06:42 Frá vinnustöðvun heilbrigðisstarfsfólks í Hong Kong. Vísir/EPA Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35
Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31