Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2020 19:15 Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“ Flóttamenn Sýrland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er kominn að landamærum Tyrklands og Sýrlands. Neyðarástand er á svæðinu enda fólksflutningar frá Sýrlandi nú þeir mestu frá því stríð braust þar út fyrir tæpum áratug. Héðinn var staddur í Bab al-Hawa, Tyrklandsmegin við landamærin, í dag þar sem verið var að hlaða hjálpargögnum í vörubíla sem voru á leiðinni til Sýrlands. „Hinum megin við landamærin, í Sýrlandi, er ein milljón manna á flótta sem hafa flúið frá því 1. desember 2019. Þetta er eina líflínan til þessa fólks þar sem það er ekkert aðgengi til þeirra frá Sýrlandi sjálfu. Þetta er tæp milljón manna. 80 prósent þeirra eru konur og börn,“ segir Héðinn. Ástandið sé hræðilegt. Fólksflutningarnir séu nú þeir mestu í níu ára sögu stríðsins. „Eins og stendur er staðan sú að fólk getur hvergi flúið. Sókn stjórnarhersins færist norðar og norðar þannig það rými sem fólk hefur til að vera óhult á verður minna og minna. Helmingur sjúkrastofnanna er starfandi á hálfu bolmagni. Það er skortur á lyfjum og það er skortur almennt á hjálpargögnum.“ Héðinn hefur heyrt frá heilbrigðisstarfsfólki á þeim svæðum þar sem neyðin er hvað mest að álagið sé afar mikið. „Margir líta svo á að þetta sé lokakaflinn núna í níu ára stríði en þetta er kannski ekki alveg svo einfalt. Stjórnarherinn lítur svo á að þetta sé síðasta fyrirstaðan á þeim vegi að ná öllu landinu undir sína stjórn. Á hinn bóginn ertu svo með ólíka flokka og fylkingar uppreisnamranna sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eins og svo oft þá ert umeð almenna borgara sem eru á milli steins og sleggju.“
Flóttamenn Sýrland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira