Hvetja til aukinna öryggisráðstafana við hátíðarhöld Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 12:08 Lögreglumenn á vettvangi þar sem ökumaður ók silfurlituðum Mercedes inn í hóp fólks í Volksmarsen í vestanverðu Þýskalandi. AP/Uwe Zucchi Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta. Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta.
Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44