Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 10:29 Heildarframboð Icelandair minnkaði um 96% á milli ára. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Þá telur eftirlitið mikilvægt að tryggt sé að ríkisaðstoðin vinni ekki gegn nýrri samkeppni á íslenskum flugmarkaði og skoða þurfi hvort að kljúfa eigi starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilja hana fjárhagslega. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til fjáraukalaga 2020 sem snýr að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group. Þar kemur fram að í ljósi þess að Eftirlitsstofnun Evrópu hafi samþykkt ríkisaðstoðina með ákveðnum fyrirmælum. Því sé ekki ágreiningur um að hún sé í samræmi við gildandi reglur ríkisaðstoð á evrópska efnahagssvæðinu. Enn á ábyrgð stjórnvalda að draga úr skaðlegum áhrifum Samkeppniseftirlitið bendir hins vegar á að samþykki ESA leysi „íslensk stjórnvöld hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð að draga úr skaðlegum áhrifum viðkomandi ríkisaðstoðar og tryggja virka samkeppni í flugi til og frá landinu, flugtengdri þjónustu og á öðrum þeim sviðum ferðaþjónustu þar sem Icelandair starfar.“ Virk samkeppnu í flugi til og frá landinu sé ein forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi, sem og efnahagslegrar velsældar og samkeppnishfæni landsins. Þá er bent á að það að Icelandair búi við virkt samkeppnislegt aðhald til framtíðar sé jafnframt ein meginforsenda þess að áformuð ríkisaðstoð nái tilgangi sínum. Geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja Bendir Samkeppniseftirlitið á að Icelandair Group starfi á ýmsum mörkuðum sem varði flugtengdar rekstur og ferðaþjónustu. Það reki hótel, ferðaskrifstofu, bæði fyrir alferðir til útlanda sem og fyrir afþreyingu til erlendra ferðamanna, fraktflug til og frá Íslandi, innanlandsflug og flugafgreiðslu, auk flugfélagsins Icelandair. Á þessum sviðum starfi fjölmörg fyrirtæki og bendir Samkeppniseftirlitið á að ríkisábyrgð til handa Icelandair geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja á fjölbreyttum sviðum flugs, flugtengdrar starfsemi og ferðaþjónustu. Með hliðsjón af þessu og öðru sem rakið er í umsögn eftirlitsins segir að það telji „mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð til handa Icelandair afmarkist við flugrekstur félagsins, n.t.t. áætlunarflug til og frá landinu.“ Bendir Samkeppniseftirlitið einnig á að auki þurfi eftirfarandi atriði að koma til nánari athugunar stjórnvalda: „Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“ Umsögn Samkeppniseftirlitsins má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál Alþingi Tengdar fréttir Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Þá telur eftirlitið mikilvægt að tryggt sé að ríkisaðstoðin vinni ekki gegn nýrri samkeppni á íslenskum flugmarkaði og skoða þurfi hvort að kljúfa eigi starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilja hana fjárhagslega. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til fjáraukalaga 2020 sem snýr að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair Group. Þar kemur fram að í ljósi þess að Eftirlitsstofnun Evrópu hafi samþykkt ríkisaðstoðina með ákveðnum fyrirmælum. Því sé ekki ágreiningur um að hún sé í samræmi við gildandi reglur ríkisaðstoð á evrópska efnahagssvæðinu. Enn á ábyrgð stjórnvalda að draga úr skaðlegum áhrifum Samkeppniseftirlitið bendir hins vegar á að samþykki ESA leysi „íslensk stjórnvöld hins vegar ekki undan þeirri ábyrgð að draga úr skaðlegum áhrifum viðkomandi ríkisaðstoðar og tryggja virka samkeppni í flugi til og frá landinu, flugtengdri þjónustu og á öðrum þeim sviðum ferðaþjónustu þar sem Icelandair starfar.“ Virk samkeppnu í flugi til og frá landinu sé ein forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi, sem og efnahagslegrar velsældar og samkeppnishfæni landsins. Þá er bent á að það að Icelandair búi við virkt samkeppnislegt aðhald til framtíðar sé jafnframt ein meginforsenda þess að áformuð ríkisaðstoð nái tilgangi sínum. Geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja Bendir Samkeppniseftirlitið á að Icelandair Group starfi á ýmsum mörkuðum sem varði flugtengdar rekstur og ferðaþjónustu. Það reki hótel, ferðaskrifstofu, bæði fyrir alferðir til útlanda sem og fyrir afþreyingu til erlendra ferðamanna, fraktflug til og frá Íslandi, innanlandsflug og flugafgreiðslu, auk flugfélagsins Icelandair. Á þessum sviðum starfi fjölmörg fyrirtæki og bendir Samkeppniseftirlitið á að ríkisábyrgð til handa Icelandair geti haft bein og óbein áhrif á fjölda fyrirtækja á fjölbreyttum sviðum flugs, flugtengdrar starfsemi og ferðaþjónustu. Með hliðsjón af þessu og öðru sem rakið er í umsögn eftirlitsins segir að það telji „mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð til handa Icelandair afmarkist við flugrekstur félagsins, n.t.t. áætlunarflug til og frá landinu.“ Bendir Samkeppniseftirlitið einnig á að auki þurfi eftirfarandi atriði að koma til nánari athugunar stjórnvalda: „Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“ Umsögn Samkeppniseftirlitsins má lesa í heild sinni hér.
„Áhrif ríkisaðstoðarinnar á keppinauta Icelandair verði metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim til þess að ná fram þeim heildarmarkmiðum sem liggja til grundvallar áformaðri ríkisaðstoð. Greina þarf til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til þess að draga úr aðgangshindrunum inn á viðkomandi markaði. Þannig getur komið til álita að ríkisaðstoð sé skilyrt, t.d. að því er varðar eftirfarandi þætti: • Að skapað sé rými fyrir nýjan keppinaut í áætlunarflugi með framsali afgreiðslutíma. • Að viðskiptum sé beint til keppinauta sem starfa í flugtengdri starfsemi, s.s. í flugafgreiðslu. • Að starfsemi sem ekki á að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. • Að uppkaup á keppinautum sé óheimil á meðan stuðningsins nýtur við“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál Alþingi Tengdar fréttir Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26. ágúst 2020 19:23
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42