Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2020 19:30 Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen. Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen.
Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50
Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31