Neville varði Greenwood og Foden: „Þeir þurfa væntumþykju“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2020 11:30 Phil Foden og Mason Greenwood var sparkað úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur. getty/Mike Egerton Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“ Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25
Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00
Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53
Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30