Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 11:08 Mikill viðbúnaður lögreglu og hers var í París vegna árásarinnar. AP/Thibault Camus Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira