Fjallið úr sóttkví og segir fimm COVID-19 skimanir að baki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 09:30 Hafþór Júlíus Björnson með konu sinni Kelsey og nýfæddum syni þeirra. Mynd/Instagram Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira