Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 08:04 Neanderdalsmaðurinn er hér til sýnis á Náttúruminjasafninu í London. Arfur frá honum er talinn geta aukið líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af Covid-19. Getty/Mike Kemp Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira