Mikil reiði í garð þingmanns sem fór í langa lestarferð eftir að hafa greinst með veiruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 23:06 Margaret Ferrier, til vinstri, heldur hér á regnhlíf fyrir Nicola Sturgeon, formann Skoska þjóðarflokksins. Sturgeon er afar ósátt með hegðun Ferrier. Hávær krafa hefur blossað upp um að Margaret Ferrier, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, segi af sér eftir að hún viðurkenndi að þverbrotið sóttvarnareglur. Hún ferðaðist með lest frá London til Skotlands skömmu eftir að hún fékk staðfestingu á því að hún væri smituð af kórónuveirunni. Í frétt Guardian segir að Ferrier hafi viðurkennt að hafa fundið fyrir einkennum vegna Covid-19 síðastliðinn laugardag. Fór hún í skimun en þrátt fyrir það ferðaðist hún með lest frá Skotlandi til London síðastliðinn mánudag, áður en að hún fékk niðurstöðurnar úr skimuninni. Tilgangur ferðarinnar var að mæta á breska þingið þar sem hún hélt stutta ræða í umræðum um kórónuveirufaraldurinn. Síðastliðið mánudagskvöld bárust henni svo niðurstöður úr skimuninni. Hafði hún greinst jákvæð. Þrátt fyrir þetta ferðaðist hún með lest til Skotlands daginn eftir, vitandi það að hún væri smituð af veirunni. Um nærri sex klukkutíma ferðalag er að ræða. Samflokksmenn Ferrier eru sagðir vera æfir út í hana en hún gaf flokkssystkinum sínum misvísandi upplýsingar um ferðalögin og veikindin. Samflokksmenn hennar hafa kallað eftir því að hún segi af sér og leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, sagðist vera afar reið yfir því hvernig Ferrier hafi hagað sér. This is utterly indefensible. It’s hard to express just how angry I feel on behalf of people across the country making hard sacrifices every day to help beat COVID. The rules apply to everyone and they’re in place to keep people safe. @Ianblackford_MP is right to suspend the whip https://t.co/9rgWpPKrOe— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 1, 2020 Ferrier hefir beðist afsökunar á hegðun sinni en lögregluyfirvöld hafa sagt að líklegt sé að málið verði rannsakað og Ferrier sektuð vegna málsins. Bretland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hávær krafa hefur blossað upp um að Margaret Ferrier, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, segi af sér eftir að hún viðurkenndi að þverbrotið sóttvarnareglur. Hún ferðaðist með lest frá London til Skotlands skömmu eftir að hún fékk staðfestingu á því að hún væri smituð af kórónuveirunni. Í frétt Guardian segir að Ferrier hafi viðurkennt að hafa fundið fyrir einkennum vegna Covid-19 síðastliðinn laugardag. Fór hún í skimun en þrátt fyrir það ferðaðist hún með lest frá Skotlandi til London síðastliðinn mánudag, áður en að hún fékk niðurstöðurnar úr skimuninni. Tilgangur ferðarinnar var að mæta á breska þingið þar sem hún hélt stutta ræða í umræðum um kórónuveirufaraldurinn. Síðastliðið mánudagskvöld bárust henni svo niðurstöður úr skimuninni. Hafði hún greinst jákvæð. Þrátt fyrir þetta ferðaðist hún með lest til Skotlands daginn eftir, vitandi það að hún væri smituð af veirunni. Um nærri sex klukkutíma ferðalag er að ræða. Samflokksmenn Ferrier eru sagðir vera æfir út í hana en hún gaf flokkssystkinum sínum misvísandi upplýsingar um ferðalögin og veikindin. Samflokksmenn hennar hafa kallað eftir því að hún segi af sér og leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, sagðist vera afar reið yfir því hvernig Ferrier hafi hagað sér. This is utterly indefensible. It’s hard to express just how angry I feel on behalf of people across the country making hard sacrifices every day to help beat COVID. The rules apply to everyone and they’re in place to keep people safe. @Ianblackford_MP is right to suspend the whip https://t.co/9rgWpPKrOe— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 1, 2020 Ferrier hefir beðist afsökunar á hegðun sinni en lögregluyfirvöld hafa sagt að líklegt sé að málið verði rannsakað og Ferrier sektuð vegna málsins.
Bretland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira