Aron Kristjánsson: Það vantaði baráttuneistann hjá okkur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. október 2020 22:05 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Vísir/Bára Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir þriggja marka tap sinna manna gegn Val í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 25-28. Var þetta fyrsta tap Hauka á leiktíðinni. ,,Ég er óánægður með spilamennskuna. Mér fannst við ekki vera að spila vel. Við vorum alltaf á eftir, alveg sama hvað við vorum að gera, við vorum að bregðast við hlutunum það er það sem ég er að meina,” sagði Aron eftir leik. ,,Við klúðrum svolítið mikið af dauðafærum, Björgvin var að verja mjög vel í markinu og það er eitthvað sem við hefðum þurft að nýta betur. Það er einkennandi fyrir okkar leik að hann sé að verja vel og Valsararnir taka 10 fráköst, við eigum ekki eitt einasta frákast eftir að hann ver. Í lokin er það margir boltar sem fara inn að aftann.” Á 25. mínútu leiksins fékk Þráinn Orri Jónsson beint rautt spjald fyrir brot sitt á Agnari Smára en Haukamenn voru ekki sáttir með þann dóm ,,Ég bara sá það ekki. Ég get ekki tjáð mig um það. Ég treysti að dómararnir hafi séð rétt og brugðist rétt við.” Geir Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við Hauka fyrir tímabilið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar og var til að mynda með þrjú mörk úr tíu skotum. ,,Geir var svo sem ekkert að spila mikið í Frakklandi síðustu misseri og var að spila í 2. deildinni. Hann þarf auðvitað bara tíma til að finna sig, við vorum ekkert að kaupa 10 marka mann. Bara mann sem myndi falla inn í liðið og vel í okkar spil og reyna að nýta hans styrkleika eins og hægt er. Vonandi kemur það hægt og rólega hjá honum,” sagði Aron að lokum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 25-28 | Valur fyrsta liðið til að vinna Hauka Valur varð fyrsta liðið til að landa sigri gegn Haukum er liðin mættust á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 28-25 Valsmönnum í vil. 2. október 2020 21:20 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir þriggja marka tap sinna manna gegn Val í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 25-28. Var þetta fyrsta tap Hauka á leiktíðinni. ,,Ég er óánægður með spilamennskuna. Mér fannst við ekki vera að spila vel. Við vorum alltaf á eftir, alveg sama hvað við vorum að gera, við vorum að bregðast við hlutunum það er það sem ég er að meina,” sagði Aron eftir leik. ,,Við klúðrum svolítið mikið af dauðafærum, Björgvin var að verja mjög vel í markinu og það er eitthvað sem við hefðum þurft að nýta betur. Það er einkennandi fyrir okkar leik að hann sé að verja vel og Valsararnir taka 10 fráköst, við eigum ekki eitt einasta frákast eftir að hann ver. Í lokin er það margir boltar sem fara inn að aftann.” Á 25. mínútu leiksins fékk Þráinn Orri Jónsson beint rautt spjald fyrir brot sitt á Agnari Smára en Haukamenn voru ekki sáttir með þann dóm ,,Ég bara sá það ekki. Ég get ekki tjáð mig um það. Ég treysti að dómararnir hafi séð rétt og brugðist rétt við.” Geir Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við Hauka fyrir tímabilið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar og var til að mynda með þrjú mörk úr tíu skotum. ,,Geir var svo sem ekkert að spila mikið í Frakklandi síðustu misseri og var að spila í 2. deildinni. Hann þarf auðvitað bara tíma til að finna sig, við vorum ekkert að kaupa 10 marka mann. Bara mann sem myndi falla inn í liðið og vel í okkar spil og reyna að nýta hans styrkleika eins og hægt er. Vonandi kemur það hægt og rólega hjá honum,” sagði Aron að lokum.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 25-28 | Valur fyrsta liðið til að vinna Hauka Valur varð fyrsta liðið til að landa sigri gegn Haukum er liðin mættust á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 28-25 Valsmönnum í vil. 2. október 2020 21:20 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 25-28 | Valur fyrsta liðið til að vinna Hauka Valur varð fyrsta liðið til að landa sigri gegn Haukum er liðin mættust á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 28-25 Valsmönnum í vil. 2. október 2020 21:20