Yfirvöld í Ischgl hundsuðu viðvaranir íslenskra yfirvalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:00 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“ Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Stjórnvöld í austurríska héraðinu Tíról virðast hafa hundsað viðvaranir um útbreiðslu kórónuveirunnar á skíðasvæðinu Ischgl sem bárust þeim frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Samskipti og fundargerðir eru sagðar gefa til kynna að yfirvöld í Tíról hafi gert lítið úr útbreiðslu veirunnar á svæðinu í þeirri von um að vernda orðspor Ischgl. Þetta kemur fram í frétt AFP sem hefur gögnin undir höndum og mbl.is greinir frá. Þúsundir blaðsíðna af gögnum um útbreiðsluna á svæðinu hafa verið skoðaðar af fréttamönnum AFP og eru þar á meðal tölvupóstsamskipti, skilaboð og fundargögn. Í fundargerð neyðarfundar heilbrigðisyfirvalda í Tíról eftir að smit greindist hjá barþjóni Kitsloch þann 7. mars er vitnað í Anítu Luckner-Hornischer embættismann, sem segir: „Við megum líklega vænta margra smita sem tengjast barnum.“ Í fréttatilkynningu sem yfirvöld í Tíról sendu frá sér nokkrum klukkustundum síðar er allt annað hljóð. Þar segir að ólíklegt þyki, frá læknisfræðilegu sjónarhorni, að gestir barsins hafi smitast, og er þar haft eftir hinum sama embættismanni og taldi líklegt að gestir barsins myndu smitast, henni Luckner-Hornischer. Hlustuðu frekar á íslenska ferðamenn en heilbrigðisyfirvöld Tveir Íslendingar sem dvalið höfðu í Ischgl lýstu því yfir, eftir að þeir greindust með veiruna, að þeir teldu sig mögulega hafa smitast í flugvélinni á leið heim. Fram kemur í gögnum AFP að yfirvöld í Ischgl hafi frekar tekið mark á frásögn íslensku ferðamannanna tveggja en aðvörunum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Gögn sem renna stoðum undir það er tölvupóstur sem sendur var af héraðsstjóranum Markus Maass til embættismanns í Tíról þar sem hann segir mikilvægt að efasemdir ferðamannanna um uppruna smitsins komi fram. Með því væri hægt að koma Ischgl „úr eldlínunni.“ Þá var fréttatilkynning frá Tíról um málið titluð: „Íslenskir gestir í Tíról smituðust líklega af kórónuveirunni í flugi á leið sinni heim.“
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03