Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:01 Marcus Rashford fagnar hér einu af þremur mörkum sínum sinn fyrir Manchester United í gærkvöldi með Bruno Fernandes. AP/Dave Thompson Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira