Tveir Íslendingar í undanúrslit | Tíundi sigur Börsunga í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 22:30 Aron var sáttur í leikslok. @FCBhandbol Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark. Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark.
Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira