Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 13:39 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, líst illa á að aðgangur að sjóðum ESB verði skilyrtir við að aðildarríkin sýni réttarríkinu virðingu. Í stjórnartíð hans hafa dómstólar, fjölmiðlar og félagasamtök glatað sjálfstæði sínu að miklu leyti. Vísir/EPA Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. ESB hefur sakað sitjandi ríkisstjórnir í ríkjunum tveimur um að grafa undan réttarríkinu. Viðræður um fjárlagaáætlun ESB fyrir árinu 2021 og 2027 halda áfram í Brussel í dag. Talsmaður ungverskur ríkisstjórnarinnar ítrekaði hótanir hennar um að hún beiti neitunarvaldi sínu. Dómsmálaráðherra Póllands tók í sama streng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leiðtogar ESB samþykktu í júlí að aðgangur að sameiginlegum fjármunum sambandsins yrði skilyrtur við að stjórnvöld í aðildarríkjunum virtu réttarríkið. Ungverjar og Pólverjar hafa andmælt þeim áformum. Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði að neitunarvaldi yrði til að koma í veg fyrir „takmörkun á fullveldi Póllands“. Evrópusambandið sakar ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands um að grafa undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Ríkin tvö gætu því átt á hættu að missa aðgang að tugum milljarða evra úr sjóðum sambandsins verði hann skilyrtur við að þau virði grundvallarstoðir réttarríkisins. „Ef Ungverjar beita neitunarvaldi á fjárlagaáætlunina skapast neyðarástand,“ segir hátt settur erindreki Evrópusambandsins við Reuters. Óformlegar viðræður eigi sér nú stað, þar á meðal á milli forseta framkvæmdastjórnarinnar, formanns leiðtogaráðs og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem fer með forsæti í ráðherraráði sambandsins. Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. ESB hefur sakað sitjandi ríkisstjórnir í ríkjunum tveimur um að grafa undan réttarríkinu. Viðræður um fjárlagaáætlun ESB fyrir árinu 2021 og 2027 halda áfram í Brussel í dag. Talsmaður ungverskur ríkisstjórnarinnar ítrekaði hótanir hennar um að hún beiti neitunarvaldi sínu. Dómsmálaráðherra Póllands tók í sama streng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leiðtogar ESB samþykktu í júlí að aðgangur að sameiginlegum fjármunum sambandsins yrði skilyrtur við að stjórnvöld í aðildarríkjunum virtu réttarríkið. Ungverjar og Pólverjar hafa andmælt þeim áformum. Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði að neitunarvaldi yrði til að koma í veg fyrir „takmörkun á fullveldi Póllands“. Evrópusambandið sakar ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands um að grafa undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Ríkin tvö gætu því átt á hættu að missa aðgang að tugum milljarða evra úr sjóðum sambandsins verði hann skilyrtur við að þau virði grundvallarstoðir réttarríkisins. „Ef Ungverjar beita neitunarvaldi á fjárlagaáætlunina skapast neyðarástand,“ segir hátt settur erindreki Evrópusambandsins við Reuters. Óformlegar viðræður eigi sér nú stað, þar á meðal á milli forseta framkvæmdastjórnarinnar, formanns leiðtogaráðs og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem fer með forsæti í ráðherraráði sambandsins.
Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira