Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 17:17 Jón Páll Eyjólfsson var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá 2014 til 2018. Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. Jón Páll þarf að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Málið komst í fréttirnar í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að brotið átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Grófar lýsingar voru í ákæru á því sem á gekk en þar sagði að Jón Páll væri ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Ríkisútvarpið greindi frá því í ársbyrjun 2018 að Jóni Páli hefði verið sagt upp störfum vegna ásökunar um alvarlegt kynferðisbrot, í vinnuferð út fyrir landsteinana. Jón Páll sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist fimm árum áður, að frumkvæði þolandans, unnið að sátt í málinu. Stefnt hefði verið að henni þegar MeToo byltingin fór af stað árið 2017. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Frásögnin birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að brotið átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í öðrum málum hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar. Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Jón Páll þarf að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Málið komst í fréttirnar í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að brotið átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Grófar lýsingar voru í ákæru á því sem á gekk en þar sagði að Jón Páll væri ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Ríkisútvarpið greindi frá því í ársbyrjun 2018 að Jóni Páli hefði verið sagt upp störfum vegna ásökunar um alvarlegt kynferðisbrot, í vinnuferð út fyrir landsteinana. Jón Páll sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist fimm árum áður, að frumkvæði þolandans, unnið að sátt í málinu. Stefnt hefði verið að henni þegar MeToo byltingin fór af stað árið 2017. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Frásögnin birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að brotið átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í öðrum málum hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar.
Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira