Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:31 Undanfarna níu mánuði hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum lækkað töluvert. Nú telja sumir botninum náð og hefur krónan styrkst hratt og mikið undanfarnar vikur. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum. Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum.
Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01