Bjóða Seyðfirðingum íbúðir sínar og hús til að dvelja í um jólin: „Maður er bara klökkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 22:41 Mikil óvissa ríkir um ástandið á Seyðisfirði. Óvíst er að fólk geti snúið heim fyrir jól. Vísir/Egill Seyðfirðingar hafa enn ekki fengið að snúa aftur til síns heima en þeir halda nú flestir til á Egilsstöðum, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð í gær. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum segir að þrjú- til fjögur hundruð manns hafi nýtt sér þjónustu fjöldahjálparstöðvarinnar í dag. „Hér hefur verið stöðugt streymi, við opnuðum klukkan átta í morgun og svona upp úr níu fór maður að sjá að fólk var farið að týnast verulega inn. Í hádeginu komu þó nokkrir í mat, við vorum með mat frá hálf eitt og það voru margir sem nýttu sér það. Ég myndi segja að hér hafi örugglega verið svona á milli þrjú- og fjögur hundruð manns sem eru búin að koma hingað á einhverjum tímapunkti í dag,“ segir Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, í samtali við fréttastofu. Fjöldahjálparstöðin verður áfram opin á morgun en þá verður staðan endurmetin. Hún segir að Rauði krossinn verði þó áfram til staðar eins og þarf. Mikil óvissa ríki enn meðal Seyðfirðinga. „Fólki líður upp og ofan. Þetta er heilmikil óvissa. Fólk veit ekki alveg stöðuna á sínum heimilum eða sínum eigum þannig að menn vita ekki alveg hvert framhaldið er, það er líka bara erfitt,“ segir Margrét. Erfitt fyrir fólk að vita ekki hvort það geti haldið jólin heima Hún segir stöðuna sérstaklega erfiða svona í aðdraganda jóla. Fólk viti ekki hvar það fái að vera um jólin, hvort það fái að fara heim til sín eða þurfi að vera annars staðar. „Þetta er sérstaklega erfitt í aðdraganda jóla. Að vita ekki hvort menn geta farið heim til sín eða hvernig ástandið er. Við erum búin að finna gríðarlegan samhug í fólki hér á svæðinu og alls staðar af landinu,“ segir Margrét. Margrét Dögg og Berglind segja stuðninginn við Seyðfirðinga hafa verið mikinn.Vísir/Egill Allir Seyðfirðingar fengu svefnstað í gærnótt, fólk fékk rúmpláss á hótelum, gistihúsum og í heimahúsum. „Það voru alls staðar rúm í boði fyrir fólk að sofa í. Enginn þurfti að vera hér í fjöldahjálparstöðinni. Við erum bara komin með lista yfir staði þar sem fólk er búið að bjóða híbýli. Þar sem fólk getur komið sér fyrir á næstu dögum ef það þarf að vera annars staðar en heima hjá sér á jólunum,“ segir Margrét. „Maður er bara klökkur“ Fjöldi fólks hefur boðið Seyðfirðingum húsnæði til að gista í og margir hafa boðist til að lána íbúðir sínar og hús yfir jólin. „Ég held að fólk hafi aðallega tekið það upp hjá sjálfu sér að láta vita að það hafi íbúðir í boði og hús. Einhverjir fara í burtu af staðnum yfir jólin, þeir hafa látið lyklana sína í hendurnar á okkur og fólk fær að vera þar eins og það vill. Ég held að það séu margir sem gerðu þetta af fyrra bragði og margir hringdu til að bjóða ef að kæmu á eftir, seinna, einhverjir sem vantaði gistingu,“ segir Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. „Við finnum gríðarlegan stuðning. Þetta er alveg stórkostlegt. Það er einfaldlega ekkert annað orð yfir það.“ Hún segir að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafi styrkt Rauða krossinn og Seyðfirðinga. „Við erum að fá sendingar frá fyrirtækjum í Reykjavík og alls staðar að af landinu og verið að bjóða gistingar fyrir sunnan ef einhver vill fara suður og vera þar um jólin. Maður er bara klökkur, það er einfaldlega þannig,“ segir Berglind. Múlaþing Hjálparstarf Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44 Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00 Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Hér hefur verið stöðugt streymi, við opnuðum klukkan átta í morgun og svona upp úr níu fór maður að sjá að fólk var farið að týnast verulega inn. Í hádeginu komu þó nokkrir í mat, við vorum með mat frá hálf eitt og það voru margir sem nýttu sér það. Ég myndi segja að hér hafi örugglega verið svona á milli þrjú- og fjögur hundruð manns sem eru búin að koma hingað á einhverjum tímapunkti í dag,“ segir Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, í samtali við fréttastofu. Fjöldahjálparstöðin verður áfram opin á morgun en þá verður staðan endurmetin. Hún segir að Rauði krossinn verði þó áfram til staðar eins og þarf. Mikil óvissa ríki enn meðal Seyðfirðinga. „Fólki líður upp og ofan. Þetta er heilmikil óvissa. Fólk veit ekki alveg stöðuna á sínum heimilum eða sínum eigum þannig að menn vita ekki alveg hvert framhaldið er, það er líka bara erfitt,“ segir Margrét. Erfitt fyrir fólk að vita ekki hvort það geti haldið jólin heima Hún segir stöðuna sérstaklega erfiða svona í aðdraganda jóla. Fólk viti ekki hvar það fái að vera um jólin, hvort það fái að fara heim til sín eða þurfi að vera annars staðar. „Þetta er sérstaklega erfitt í aðdraganda jóla. Að vita ekki hvort menn geta farið heim til sín eða hvernig ástandið er. Við erum búin að finna gríðarlegan samhug í fólki hér á svæðinu og alls staðar af landinu,“ segir Margrét. Margrét Dögg og Berglind segja stuðninginn við Seyðfirðinga hafa verið mikinn.Vísir/Egill Allir Seyðfirðingar fengu svefnstað í gærnótt, fólk fékk rúmpláss á hótelum, gistihúsum og í heimahúsum. „Það voru alls staðar rúm í boði fyrir fólk að sofa í. Enginn þurfti að vera hér í fjöldahjálparstöðinni. Við erum bara komin með lista yfir staði þar sem fólk er búið að bjóða híbýli. Þar sem fólk getur komið sér fyrir á næstu dögum ef það þarf að vera annars staðar en heima hjá sér á jólunum,“ segir Margrét. „Maður er bara klökkur“ Fjöldi fólks hefur boðið Seyðfirðingum húsnæði til að gista í og margir hafa boðist til að lána íbúðir sínar og hús yfir jólin. „Ég held að fólk hafi aðallega tekið það upp hjá sjálfu sér að láta vita að það hafi íbúðir í boði og hús. Einhverjir fara í burtu af staðnum yfir jólin, þeir hafa látið lyklana sína í hendurnar á okkur og fólk fær að vera þar eins og það vill. Ég held að það séu margir sem gerðu þetta af fyrra bragði og margir hringdu til að bjóða ef að kæmu á eftir, seinna, einhverjir sem vantaði gistingu,“ segir Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins. „Við finnum gríðarlegan stuðning. Þetta er alveg stórkostlegt. Það er einfaldlega ekkert annað orð yfir það.“ Hún segir að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafi styrkt Rauða krossinn og Seyðfirðinga. „Við erum að fá sendingar frá fyrirtækjum í Reykjavík og alls staðar að af landinu og verið að bjóða gistingar fyrir sunnan ef einhver vill fara suður og vera þar um jólin. Maður er bara klökkur, það er einfaldlega þannig,“ segir Berglind.
Múlaþing Hjálparstarf Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01 Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44 Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00 Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Þurfti að vaða stóru aurskriðuna: „Gusurnar gengu þarna ennþá“ Þórarinn Sigurður Andrésson, betur þekktur sem Tóti Ripper, var einn þeirra sem fylgdist með aurskriðunni falla síðdegis í gær. Tóti var staddur í næsta húsi og þurfi hann að hlaupa þaðan niður að höfn til að forða sér frá skriðunni. 19. desember 2020 21:01
Vatnsþrýstingur fer minnkandi í jarðvegi Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 19. desember 2020 20:44
Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. 19. desember 2020 20:00
Landsmenn allir veita Seyðfirðingum stuðning: „Þetta er stórkostlegt og við erum mjög þakklát“ Íbúar á Seyðisfirði hafa ekki fengið að snúa aftur til síns heima í dag. Neyðarstig er enn í gildi og óvíst hvenær hægt verður að hleypa fólki heim til að sækja eigur sínar. Varðstjóri á Seyðisfirði segist hlakka til að árið klárist. 19. desember 2020 19:03