Íþróttamaður ársins 2020: Svona lítur topp tíu listinn út í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 06:01 Þetta eru þau tíu sem urðu efst í kjörinu á Íþróttamanni ársins í ár. vísir Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólks ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2020 en eins eru tilnefndir þrír þjálfara sem þjálfari ársins 2020 og þrjú lið sem lið ársins 2020. Íþróttamaður ársins verður valinn þriðjudaginn 29. desember næstkomandi. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni og konurnar í samtökunum eru fjórar að þessu sinni. Sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna en kjörið verður í beinni útsendingu 29. desember á RÚV. Þetta verður í 65. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Karlar eru áfram í meirihluta á topp tíu listanum eða sjö af tíu en þetta er þriðja árið í röð þar sem konurnar eru þrjár eða færri í hópi þeirra tíu efstu. Allar þrjár konurnar á listanum í áru eru knattspyrnukonur. Hópíþróttafólk er líka í miklu meiri hluta en aðeins tveir íþróttamenn úr einstaklingsgreinum komast á topp tíu listann í ár en það eru frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Einstaklingsíþróttamenn hafa ekki verið færri í heilan áratug. Sex af tíu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Íþróttamaður ársins í fyrra, Júlían J.K. Jóhannsson, er þó ekki þar á meðal. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru þau Anton Sveinn McKee, Martin Hermannsson, Aron Pálmarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi Þór Sigurðsson er á topp tíu listanum í tíunda skiptið og Sara Björk Gunnarsdóttir er þar í níunda sinn. Aron Pálmatsson er í áttunda skiptið meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. Bjarki Már Elísson, Guðni Valur Guðnason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Tryggvi Snær Hlinason eru aftur móti öll nýliðar á topp tíu listanum. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Arnar Þór Viðarsson, þjálfari 21 árs landsliðs Íslands, Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Liðin sem koma til greina sem lið ársins eru Íslandsmeistarar Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, íslenska 21 ára landsliðið í knattspyrnu sem tryggði sig inn á EM 2021 og íslenska A-landslið kvenna í knattspyrnu sem tryggði sig inn á EM í Englandi sem fer fram sumarið 2022. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Topp 3 hjá þjálfurum: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Topp 3 hjá liðum Breiðablik kvenna fótbolti Ísland U21 karla fótbolti Ísland A-landslið kvenna Anton Sveinn McKeeEPA-EFE/ROBERT PERRY Anton Sveinn McKee - 27 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar Anton Sveinn náði góðum árangri á árinu 2020. Í nóvember tók Anton í fyrsta skipti þátt á ISL mótaröðinni með liði Toronto Titans en þetta er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi og þar keppa bestu sundmenn heims Anton Sveinn stóð sig gríðarlega vel á mótunum í Búdapest og tvíbætti Norðurlanda – og Íslandsmet í 200m bringusundi og bætti einnig Norðurlandmet og Íslandsmet í 100m bringusundi. Anton Sveinn er sem stendur í 6. sæti á heimslistanum í 100m bringusundi og í 3. sæti í 200m bringusundi í 25m laug sem er gríðarlega góður árangur. Aron PálmarssonEPA/ANDREAS HILLERGREN Aron Pálmarsson - 30 ára handboltamaður hjá Barcelona Aron varð þrefaldur meistari á Spáni á síðasta keppnistímabili með Barcelona auk þess sem Aron og liðsfélagar hans tryggðu sér sæti í úrslitahelgi Meistarardeildar Evrópu sem fram með nú milli jóla og nýárs. Aron átti stórkoslegan leik á EM þegar íslenska landsliðið vann Ólympíumeistara Dana en hann var með 10 mörk og 9 stoðsendingar í sigri á einu besta liði heims. Barcelona hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili og er eina taplausa liðið í riðlakeppni Meistaradeildar í haust og í vetur. Bjarki Már ElíssonGetty/Uwe Anspach Bjarki Már Elísson - 30 ára handboltamaður hjá Lemgo Bjarki átti frábært tímabil með Lemgo og varð markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, bestu deildar í heimi. Bjarki skoraði 216 mörk í 27 leikjum eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þriðji Íslendingurinn til að verða markakóngur á eftir þeim Sigurði Val Sveinssyni og Guðjóni Val Sigurðssyni. Bjarki hefur haldið uppteknum hætti og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á núverandi tímabili. Bjarki varð markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar ásamt þeim Aroni Pálmarssyni og Alexander Petersson en allir skoruðu þeir 23 mörk í sjö leikjum. Glódís Perla Viggósdóttir.Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir - 25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Glódís Perla var einn allra besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar en lið hennar, Rosengard, endaði tímabilið í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður sænsku deildarinnar á uppskeruhátið sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún var kjörinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar í vali Dagens Nyheter. Glódís Perla lék átta landsleiki á árinu og var algjör lykilmaður í liðinu er það tryggði sér sæti á EM 2022, sem haldið verður á Englandi. Guðni Valur Guðnason.Vísir/Getty Guðni Valur Guðnason - 25 ára frjálsíþróttamaður úr ÍR Guðni Valur kom til baka eftir meiðsli stóran hluta úr árinu og náði frábærum árangri í haust. Undir lok sumars var Guðni farinn að kasta aftur yfir sextíu metra og í september átti hann risastórt kast. Þá kastaði hann kringlunni 69,35 metra og bætti sinn besta árangur frá árinu 2018 um tæpa fjóra metra. Guðni bætti einnig Íslandsmetið sem staðið hafði í 31 ár og átti fimmta lengsta kast heims á árinu. Gylfi Þór SigurðsspnVísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson - 31 árs knattspyrnumaður hjá Everton Gylfi Þór leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni sem er í fjórða sæti deildarinnar yfir jólin. Gylfi hefur leikið vel á undanförnu og skoraði meðal annars sigurmark liðsins á móti Chelsea. Gylfi lék fjóra leiki með íslenska karlalandsliðinu á árinu og skoraði í þeim þrjú mörk, en þau komu öll í umspili Íslands fyrir EM 2020. Gylfi skoraði bæðin mörkin í sigrinum á Rúmenum og aukaspyrnumark hans í Ungverjalandi var aðeins örfáum mínútum frá því að tryggja Íslandi sæti á EM næsta sumar. VIF Ingibjörg Sigurðardóttir - 27 ára knattspyrnukona hjá Vålerenga Ingibjörg lék sitt fyrsta tímabil með Vålerenga og gat varla gert betur. Vålerenga vann tvöfalt og Ingibjörg var kosin leikmaður ársins í norsku deildinni en það er ekki algengt að varnarmaður hljóti slík verðlaun. Ingibjörg skoraði 5 mörk í 17 leikjum og var mjög traust í miðri vörn norska liðsins. Hún er líka fastamaður í vörn íslenska landsliðsins sem er á leið á EM í Englandi. Martin HermannssonGetty/JM Casares Martin Hermannsson - 26 ára körfuboltamaður hjá Valencia Martin átti frábært tímabil með Alba Berlin í Þýskalandi á síðasta tímabili og byggði ofan á sitt hvað varðar tölfræði og framlag fyrir liðið. Alba Berlín vann tvöfalt, bæði deild og bikar , og þá lék liðið í EuroLeague, meistardeildinni í körfuknattleik. Martin var valinn mikilvægasti leikmaður bikarúrslitaleiksins þar sem hann skoraði 20 stig og með 14,0 stig og 4,5 stoðsendingar i meðaltali í lokaúrslitunum. Hann samdi síðan við spænska stórliðið Valencia sem spilar í bestu deildum Evrópu, ACB-deildinni og Euroleague. Sara Björk Gunnarsdóttir.Getty/Alex Caparros Sara Björk Gunnarsdóttir - 30 ára knattspyrnukona hjá Lyon Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Tryggvi Snær Hlinason.Getty/Oscar J. Barroso Tryggvi Snær Hlinason - 23 ára körfuboltamaður hjá Zaragoza Tryggvi Snær hefur haldið áfram að taka miklum framförum ár eftir ár og hefur nú stimplað sig inn hjá liði Zaragoza. Tryggvi hefur spilað vel með liðinu í spænsku deildinni á þessu tímabili og var um tíma bæði með flestar troðslur í leik í deildinni og bestu skotnýtinguna. Hann er inn á topp tuttugu í framlagi í leik með 8,9 stig og 5,7 fráköst á 19,0 mín í leik. Tryggvi var besti landsliðsmaður Íslands á árinu með 17,8 stig og 12,3 fráköst í leik. Var með 26 stig, 17 fráköst og 8 varin skot í sigri á öflugu liði Slóvakíu í Höllinni í febrúar. Íþróttamaður ársins Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2020 en eins eru tilnefndir þrír þjálfara sem þjálfari ársins 2020 og þrjú lið sem lið ársins 2020. Íþróttamaður ársins verður valinn þriðjudaginn 29. desember næstkomandi. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni og konurnar í samtökunum eru fjórar að þessu sinni. Sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna en kjörið verður í beinni útsendingu 29. desember á RÚV. Þetta verður í 65. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Eins og venjan er þá er topp tíu listinn kynntur á Þorláksmessu en valið síðan gert opinbert á milli jóla og nýárs. Karlar eru áfram í meirihluta á topp tíu listanum eða sjö af tíu en þetta er þriðja árið í röð þar sem konurnar eru þrjár eða færri í hópi þeirra tíu efstu. Allar þrjár konurnar á listanum í áru eru knattspyrnukonur. Hópíþróttafólk er líka í miklu meiri hluta en aðeins tveir íþróttamenn úr einstaklingsgreinum komast á topp tíu listann í ár en það eru frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Einstaklingsíþróttamenn hafa ekki verið færri í heilan áratug. Sex af tíu á listanum yfir besta íþróttafólk ársins var einnig á topp tíu listanum í fyrra. Íþróttamaður ársins í fyrra, Júlían J.K. Jóhannsson, er þó ekki þar á meðal. Þau sem voru einnig á listanum í fyrra eru þau Anton Sveinn McKee, Martin Hermannsson, Aron Pálmarsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi Þór Sigurðsson er á topp tíu listanum í tíunda skiptið og Sara Björk Gunnarsdóttir er þar í níunda sinn. Aron Pálmatsson er í áttunda skiptið meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. Bjarki Már Elísson, Guðni Valur Guðnason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Tryggvi Snær Hlinason eru aftur móti öll nýliðar á topp tíu listanum. Þjálfarnir sem koma til greina sem þjálfari ársins eru Arnar Þór Viðarsson, þjálfari 21 árs landsliðs Íslands, Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Liðin sem koma til greina sem lið ársins eru Íslandsmeistarar Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, íslenska 21 ára landsliðið í knattspyrnu sem tryggði sig inn á EM 2021 og íslenska A-landslið kvenna í knattspyrnu sem tryggði sig inn á EM í Englandi sem fer fram sumarið 2022. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Topp 3 hjá þjálfurum: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Topp 3 hjá liðum Breiðablik kvenna fótbolti Ísland U21 karla fótbolti Ísland A-landslið kvenna Anton Sveinn McKeeEPA-EFE/ROBERT PERRY Anton Sveinn McKee - 27 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar Anton Sveinn náði góðum árangri á árinu 2020. Í nóvember tók Anton í fyrsta skipti þátt á ISL mótaröðinni með liði Toronto Titans en þetta er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi og þar keppa bestu sundmenn heims Anton Sveinn stóð sig gríðarlega vel á mótunum í Búdapest og tvíbætti Norðurlanda – og Íslandsmet í 200m bringusundi og bætti einnig Norðurlandmet og Íslandsmet í 100m bringusundi. Anton Sveinn er sem stendur í 6. sæti á heimslistanum í 100m bringusundi og í 3. sæti í 200m bringusundi í 25m laug sem er gríðarlega góður árangur. Aron PálmarssonEPA/ANDREAS HILLERGREN Aron Pálmarsson - 30 ára handboltamaður hjá Barcelona Aron varð þrefaldur meistari á Spáni á síðasta keppnistímabili með Barcelona auk þess sem Aron og liðsfélagar hans tryggðu sér sæti í úrslitahelgi Meistarardeildar Evrópu sem fram með nú milli jóla og nýárs. Aron átti stórkoslegan leik á EM þegar íslenska landsliðið vann Ólympíumeistara Dana en hann var með 10 mörk og 9 stoðsendingar í sigri á einu besta liði heims. Barcelona hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili og er eina taplausa liðið í riðlakeppni Meistaradeildar í haust og í vetur. Bjarki Már ElíssonGetty/Uwe Anspach Bjarki Már Elísson - 30 ára handboltamaður hjá Lemgo Bjarki átti frábært tímabil með Lemgo og varð markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, bestu deildar í heimi. Bjarki skoraði 216 mörk í 27 leikjum eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þriðji Íslendingurinn til að verða markakóngur á eftir þeim Sigurði Val Sveinssyni og Guðjóni Val Sigurðssyni. Bjarki hefur haldið uppteknum hætti og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á núverandi tímabili. Bjarki varð markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar ásamt þeim Aroni Pálmarssyni og Alexander Petersson en allir skoruðu þeir 23 mörk í sjö leikjum. Glódís Perla Viggósdóttir.Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir - 25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Glódís Perla var einn allra besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar en lið hennar, Rosengard, endaði tímabilið í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður sænsku deildarinnar á uppskeruhátið sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún var kjörinn sjöundi besti leikmaður deildarinnar í vali Dagens Nyheter. Glódís Perla lék átta landsleiki á árinu og var algjör lykilmaður í liðinu er það tryggði sér sæti á EM 2022, sem haldið verður á Englandi. Guðni Valur Guðnason.Vísir/Getty Guðni Valur Guðnason - 25 ára frjálsíþróttamaður úr ÍR Guðni Valur kom til baka eftir meiðsli stóran hluta úr árinu og náði frábærum árangri í haust. Undir lok sumars var Guðni farinn að kasta aftur yfir sextíu metra og í september átti hann risastórt kast. Þá kastaði hann kringlunni 69,35 metra og bætti sinn besta árangur frá árinu 2018 um tæpa fjóra metra. Guðni bætti einnig Íslandsmetið sem staðið hafði í 31 ár og átti fimmta lengsta kast heims á árinu. Gylfi Þór SigurðsspnVísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson - 31 árs knattspyrnumaður hjá Everton Gylfi Þór leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni sem er í fjórða sæti deildarinnar yfir jólin. Gylfi hefur leikið vel á undanförnu og skoraði meðal annars sigurmark liðsins á móti Chelsea. Gylfi lék fjóra leiki með íslenska karlalandsliðinu á árinu og skoraði í þeim þrjú mörk, en þau komu öll í umspili Íslands fyrir EM 2020. Gylfi skoraði bæðin mörkin í sigrinum á Rúmenum og aukaspyrnumark hans í Ungverjalandi var aðeins örfáum mínútum frá því að tryggja Íslandi sæti á EM næsta sumar. VIF Ingibjörg Sigurðardóttir - 27 ára knattspyrnukona hjá Vålerenga Ingibjörg lék sitt fyrsta tímabil með Vålerenga og gat varla gert betur. Vålerenga vann tvöfalt og Ingibjörg var kosin leikmaður ársins í norsku deildinni en það er ekki algengt að varnarmaður hljóti slík verðlaun. Ingibjörg skoraði 5 mörk í 17 leikjum og var mjög traust í miðri vörn norska liðsins. Hún er líka fastamaður í vörn íslenska landsliðsins sem er á leið á EM í Englandi. Martin HermannssonGetty/JM Casares Martin Hermannsson - 26 ára körfuboltamaður hjá Valencia Martin átti frábært tímabil með Alba Berlin í Þýskalandi á síðasta tímabili og byggði ofan á sitt hvað varðar tölfræði og framlag fyrir liðið. Alba Berlín vann tvöfalt, bæði deild og bikar , og þá lék liðið í EuroLeague, meistardeildinni í körfuknattleik. Martin var valinn mikilvægasti leikmaður bikarúrslitaleiksins þar sem hann skoraði 20 stig og með 14,0 stig og 4,5 stoðsendingar i meðaltali í lokaúrslitunum. Hann samdi síðan við spænska stórliðið Valencia sem spilar í bestu deildum Evrópu, ACB-deildinni og Euroleague. Sara Björk Gunnarsdóttir.Getty/Alex Caparros Sara Björk Gunnarsdóttir - 30 ára knattspyrnukona hjá Lyon Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Tryggvi Snær Hlinason.Getty/Oscar J. Barroso Tryggvi Snær Hlinason - 23 ára körfuboltamaður hjá Zaragoza Tryggvi Snær hefur haldið áfram að taka miklum framförum ár eftir ár og hefur nú stimplað sig inn hjá liði Zaragoza. Tryggvi hefur spilað vel með liðinu í spænsku deildinni á þessu tímabili og var um tíma bæði með flestar troðslur í leik í deildinni og bestu skotnýtinguna. Hann er inn á topp tuttugu í framlagi í leik með 8,9 stig og 5,7 fráköst á 19,0 mín í leik. Tryggvi var besti landsliðsmaður Íslands á árinu með 17,8 stig og 12,3 fráköst í leik. Var með 26 stig, 17 fráköst og 8 varin skot í sigri á öflugu liði Slóvakíu í Höllinni í febrúar.
Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Topp 3 hjá þjálfurum: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Topp 3 hjá liðum Breiðablik kvenna fótbolti Ísland U21 karla fótbolti Ísland A-landslið kvenna
Íþróttamaður ársins Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira