„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 12:35 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir fordæmið sem Bjarni hefur sett geta haft gríðarlega slæm áhrif á samfélagið. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24
Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09
Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18