Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. desember 2020 14:02 Aurskriðurnar sem féllu í vikunni fyrir jól ollu gríðarlegu tjóni á Seyðisfirði. Vísir/Egill Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira