„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2020 15:50 Bjarni Benediktsson segist skilja reiði fólks. Vísir/Sigurjón Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því þegar ég geng í salinn að það kynnu mögulega að hafa verið þá þegar, ég skal ekki segja um það. Það vakti ekki sérstaklega athygli mína á þeim tímapunkti að minnsta kosti. En síðan gerist það á tiltölulega skömmum tíma að það fjölgar og Þóra hafði komið til mín rétt áður en lögreglan mætir á svæðið og segir, nú þurfum við að fara að tygja okkur og mér finnst líka vera orðið full margt hérna,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu í Ásmundarsal í dag. „Það voru í raun og veru mistök hjá mér að bregðast ekki rétt við á þeim tímapunkti þegar mér mátti vera það ljóst að það væru of margir á svæðinu og á því hef ég beðist afsökunar og get ítrekað það að það voru auðvitað mistök af minni hálfu að bregðast ekki við.“ Kallað hefur verið eftir afsögn frá Bjarna og þá segjast Píratar íhuga að leggja fram vantraust á hendur honum. Í miðju verki og ekki tilefni til að stíga frá því „Mig langar í fyrsta lagi að segja að ég skil vel vonbrigði margra með að ég sé staddur í aðstæðum þar sem sóttvarnarreglur eru ekki hafðar í heiðri. Og það er ekki til eftirbreytni og ég sé mjög eftir því. Ég hins vegar lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu,“ segir hann. Margt sé fram undan. „Mér líður bara þannig að ég sé í miðju verki og það reyndar vill þannig til, það er ekki mjög langt til kosninga, en við erum í miðju verki við að reisa efnahag okkar við og vinna bug á þessum faraldri og mér finnst þetta mál ekki vera tilefni fyrir mig til þess að stíga frá því verki. Það er einfaldlega of stórt og mikið verkefni til þess að klára.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag hliðarspor Bjarna skaði traustið á milli flokkanna sem skipa ríkisstjórn Íslands og geri samstarfið erfiðara. „Langaði til að fólk skildi þessar aðstæður“ „Ég skil það vel að mínir samstarfsmenn hafi orðið fyrir vonbrigðum alveg eins og allt venjulegt fólk. Ég bara skil það mjög vel og átti samtal við hana [Katrínu Jakobsdóttur] og sagði að mér þætti þetta miður og ræddi sömuleiðis við heilbrigðisráðherra, og Sigurð Inga og sóttvarnalækni og Víði Reynisson. Mig langaði til þess að þetta fólk skildi þessar aðstæður,“ segir Bjarni. „Mér fannst ég ekki vera á leiðinni í einhver veisluhöld eða eitthvað samkvæmi, ég var að mæta á sýningu sem ég hef oft sótt. Ég mætti á frumsýninguna á þessu ári og keypti þarna jólagjafir í fyrra. Þannig að það var ekki mín upplifun að ég væri að fara í samkvæmi og í þau skipti sem ég hef komið þarna, og í opnuninni núna, þá var allt bara til fyrirmyndar en það átti kannski ekki við á Þorláksmessu. Ásmundarsalur.Vísir/Sigurjón Hvað með jólakúluna sem fólk er beðið um að halda sig inn í – þið voruð í heimsókn þarna fyrr um kvöldið? „Við vorum þarna með einum hjónum. Og einmitt, höfum hagað okkur þannig að undanförnu, ég og konan mín, við til dæmis gerðum jólainnkaupin fyrir matinn snemma til þess að þurfa ekki að vera þegar kösin er mest. Og vorum ekki á stórum opinberum stöðum á Þorláksmessu. Þannig að þetta var svona undantekningin á því, þessi heimsókn þarna í salinn þar sem ég hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að þær ágætu sóttvarnir sem ég upplifði þegar ég kom þarna við opnun sýningarinnar yrðu áfram viðhafðar.“ Hann segist skilja reiði fólks. „Jájá, ég hef fullan skilning á því. Ég á mína öldruðu foreldra og hef séð sögurnar og dæmin um það hvernig kórónuveiran getur farið með fólk - líka jafnvel ungt fólk sem er lengi að glíma við afleiðingar þess að sýkjast. Þannig að ég hef alltaf litið þannig á, og reyni að breyta þannig, að þarna hafi ég gert mistök, að hegða mér þannig að ég valdi ekki öðrum hættu á að smitast. Og það er skiljanlegt að fólk sé fyrir vonbrigðum ef það sér einhvern misbrest á því.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í allan gærdag svaraði Bjarni ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Hann tjáði sig loks um atvikið við fréttastofu í dag. Vísir/Sigurjón Reglurnar sem hafa verið settar eru gríðarlega harðar, fólk er beðið um að fylgja þeim í hvívetna og treysta því að þær séu nauðsynlegar til þess að komast í gegnum þetta. Heldurðu að fólk geti áfram treyst því að þær séu það rétta í stöðunni? „Ég kýs að nálgast þetta þannig að spyrja, hvernig gengur okkur. Með ótrúlegri þátttöku alls almennings þá hefur okkur tekist að hafa stjórn á stöðunni. Við höfum auðvitað fengið okkar bylgjur. Við höfum misst einhverja stjórn tímabundið en aftur náð tökum á stöðunni. Og það hefði ekki gerst nema fyrir mjög mikla þátttöku alls almennings í landinu, allra þeirra sem hafa fært fórnir og eru á efri árum og alveg niður í skólastarfið. Rekstraraðilar hafa þurft að aðlaga sinn rekstur, sumir hafa þurft að loka og eru enn með lokað. Við höfum upplifað ótrúlegan samtakamátt og hann hefur skilað árangri og ég er alveg sannfærður um að við munum áfram halda þessum samtakamætti þangað til að við erum komin í land.“ Aðspurður hvort hann telji þetta atvik hafa áhrif á traust á ríkisstjórnina segist hann ekki vera viss. „Ég skal ekki segja. Eina sem ég get gert á þessum tímapunkti er að biðjast afsökunar á þessari yfirsjón. Ég mætti þarna á þessa sölusýningu, ég stoppað við í stutta stund, gerði mér ekki grein fyrir því þegar fjölgaði um of og það voru mistök. Síðan verður bara að koma í ljós hvernig úr spilast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því þegar ég geng í salinn að það kynnu mögulega að hafa verið þá þegar, ég skal ekki segja um það. Það vakti ekki sérstaklega athygli mína á þeim tímapunkti að minnsta kosti. En síðan gerist það á tiltölulega skömmum tíma að það fjölgar og Þóra hafði komið til mín rétt áður en lögreglan mætir á svæðið og segir, nú þurfum við að fara að tygja okkur og mér finnst líka vera orðið full margt hérna,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu í Ásmundarsal í dag. „Það voru í raun og veru mistök hjá mér að bregðast ekki rétt við á þeim tímapunkti þegar mér mátti vera það ljóst að það væru of margir á svæðinu og á því hef ég beðist afsökunar og get ítrekað það að það voru auðvitað mistök af minni hálfu að bregðast ekki við.“ Kallað hefur verið eftir afsögn frá Bjarna og þá segjast Píratar íhuga að leggja fram vantraust á hendur honum. Í miðju verki og ekki tilefni til að stíga frá því „Mig langar í fyrsta lagi að segja að ég skil vel vonbrigði margra með að ég sé staddur í aðstæðum þar sem sóttvarnarreglur eru ekki hafðar í heiðri. Og það er ekki til eftirbreytni og ég sé mjög eftir því. Ég hins vegar lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu,“ segir hann. Margt sé fram undan. „Mér líður bara þannig að ég sé í miðju verki og það reyndar vill þannig til, það er ekki mjög langt til kosninga, en við erum í miðju verki við að reisa efnahag okkar við og vinna bug á þessum faraldri og mér finnst þetta mál ekki vera tilefni fyrir mig til þess að stíga frá því verki. Það er einfaldlega of stórt og mikið verkefni til þess að klára.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag hliðarspor Bjarna skaði traustið á milli flokkanna sem skipa ríkisstjórn Íslands og geri samstarfið erfiðara. „Langaði til að fólk skildi þessar aðstæður“ „Ég skil það vel að mínir samstarfsmenn hafi orðið fyrir vonbrigðum alveg eins og allt venjulegt fólk. Ég bara skil það mjög vel og átti samtal við hana [Katrínu Jakobsdóttur] og sagði að mér þætti þetta miður og ræddi sömuleiðis við heilbrigðisráðherra, og Sigurð Inga og sóttvarnalækni og Víði Reynisson. Mig langaði til þess að þetta fólk skildi þessar aðstæður,“ segir Bjarni. „Mér fannst ég ekki vera á leiðinni í einhver veisluhöld eða eitthvað samkvæmi, ég var að mæta á sýningu sem ég hef oft sótt. Ég mætti á frumsýninguna á þessu ári og keypti þarna jólagjafir í fyrra. Þannig að það var ekki mín upplifun að ég væri að fara í samkvæmi og í þau skipti sem ég hef komið þarna, og í opnuninni núna, þá var allt bara til fyrirmyndar en það átti kannski ekki við á Þorláksmessu. Ásmundarsalur.Vísir/Sigurjón Hvað með jólakúluna sem fólk er beðið um að halda sig inn í – þið voruð í heimsókn þarna fyrr um kvöldið? „Við vorum þarna með einum hjónum. Og einmitt, höfum hagað okkur þannig að undanförnu, ég og konan mín, við til dæmis gerðum jólainnkaupin fyrir matinn snemma til þess að þurfa ekki að vera þegar kösin er mest. Og vorum ekki á stórum opinberum stöðum á Þorláksmessu. Þannig að þetta var svona undantekningin á því, þessi heimsókn þarna í salinn þar sem ég hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að þær ágætu sóttvarnir sem ég upplifði þegar ég kom þarna við opnun sýningarinnar yrðu áfram viðhafðar.“ Hann segist skilja reiði fólks. „Jájá, ég hef fullan skilning á því. Ég á mína öldruðu foreldra og hef séð sögurnar og dæmin um það hvernig kórónuveiran getur farið með fólk - líka jafnvel ungt fólk sem er lengi að glíma við afleiðingar þess að sýkjast. Þannig að ég hef alltaf litið þannig á, og reyni að breyta þannig, að þarna hafi ég gert mistök, að hegða mér þannig að ég valdi ekki öðrum hættu á að smitast. Og það er skiljanlegt að fólk sé fyrir vonbrigðum ef það sér einhvern misbrest á því.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í allan gærdag svaraði Bjarni ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Hann tjáði sig loks um atvikið við fréttastofu í dag. Vísir/Sigurjón Reglurnar sem hafa verið settar eru gríðarlega harðar, fólk er beðið um að fylgja þeim í hvívetna og treysta því að þær séu nauðsynlegar til þess að komast í gegnum þetta. Heldurðu að fólk geti áfram treyst því að þær séu það rétta í stöðunni? „Ég kýs að nálgast þetta þannig að spyrja, hvernig gengur okkur. Með ótrúlegri þátttöku alls almennings þá hefur okkur tekist að hafa stjórn á stöðunni. Við höfum auðvitað fengið okkar bylgjur. Við höfum misst einhverja stjórn tímabundið en aftur náð tökum á stöðunni. Og það hefði ekki gerst nema fyrir mjög mikla þátttöku alls almennings í landinu, allra þeirra sem hafa fært fórnir og eru á efri árum og alveg niður í skólastarfið. Rekstraraðilar hafa þurft að aðlaga sinn rekstur, sumir hafa þurft að loka og eru enn með lokað. Við höfum upplifað ótrúlegan samtakamátt og hann hefur skilað árangri og ég er alveg sannfærður um að við munum áfram halda þessum samtakamætti þangað til að við erum komin í land.“ Aðspurður hvort hann telji þetta atvik hafa áhrif á traust á ríkisstjórnina segist hann ekki vera viss. „Ég skal ekki segja. Eina sem ég get gert á þessum tímapunkti er að biðjast afsökunar á þessari yfirsjón. Ég mætti þarna á þessa sölusýningu, ég stoppað við í stutta stund, gerði mér ekki grein fyrir því þegar fjölgaði um of og það voru mistök. Síðan verður bara að koma í ljós hvernig úr spilast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27
Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17