Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 21:08 Bólusetningar hófust í Frakklandi á sunnudag. epa/Thomas Samson Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira