Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2020 15:45 María Mjöll. Þau hjá utanríkisráðuneytinu standa í ströngu, hafa haft samband við Íslendinga sem staddir eru á erlendri grundu og kannað hug þeirra, hvort þeir kjósi að koma heim. Þeim upplýsingum er svo miðlað til Icelandair sem skipuleggur ferðir sem byggja á þeim upplýsingum. visir/vilhelm Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Brottför frá Leifsstöð er klukkan níu um morguninn en frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð klukkan þrjú. Eins og Vísir hefur fjallað um er nú reynt að mæta margvíslegum vanda Íslendinga sem vilja komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugsamgöngur hafa verið stopular, fólk er fast á Spáni og einnig í Skandinavíu. Vísir ræddi í við Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega, telur þau skorta frumkvæði og hafi í raun afsalað sér öllum ráðum til Icelandair. Hann hefur lýst ýmsum vandkvæðum þeirra sem eru strandaglópar í Skandinavíu, en utanríkisráðuneytið hefur bent á áætlunarflug Icelandair til London í því samhengi, sem reynist mörgum erfitt að nýta sér. Rúnar Vilhjálmsson prófessor segir að til skemmri tíma verði að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu. Icelandair hefur nú tilkynnt um áætlun flugs til Stokkhólms, eftir viku. Kona Rúnars hefur ekki komist til landsins en hún vildi láta reyna á flug frá Stokkhólmi. Rúnar ritaði harðort bréf til utanríkisráðuneytisins, sem hann stílaði á Maríu Mjöll Jónsdóttur deildarstjóra upplýsingamála þar sem hann segir meðal annars að Icelandair hafi í hendi sér „í hvaða mæli, og hvernig, landið er opið gagnvart umheiminum þegar kemur að flutningum fólks og varnings á tímum almannavár.“ Rúnar telur að þessa óbeinu aðkomu stjórnvalda þurfi að endurskoða. „Til skemmri tíma verður að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu.“ María Mjöll segir að þau hjá utanríkisráðuneytinu hafi haft samband við flesta Íslendinga sem staddir eru erlendis og skráðir sem slíkir hjá ráðuneytinu og miðlað þeim upplýsingum til Icelandair. Sem þá skipuleggur flugferðir í samræmi við metna eftirspurn og þörf. Utanríkismál Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Brottför frá Leifsstöð er klukkan níu um morguninn en frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð klukkan þrjú. Eins og Vísir hefur fjallað um er nú reynt að mæta margvíslegum vanda Íslendinga sem vilja komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugsamgöngur hafa verið stopular, fólk er fast á Spáni og einnig í Skandinavíu. Vísir ræddi í við Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega, telur þau skorta frumkvæði og hafi í raun afsalað sér öllum ráðum til Icelandair. Hann hefur lýst ýmsum vandkvæðum þeirra sem eru strandaglópar í Skandinavíu, en utanríkisráðuneytið hefur bent á áætlunarflug Icelandair til London í því samhengi, sem reynist mörgum erfitt að nýta sér. Rúnar Vilhjálmsson prófessor segir að til skemmri tíma verði að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu. Icelandair hefur nú tilkynnt um áætlun flugs til Stokkhólms, eftir viku. Kona Rúnars hefur ekki komist til landsins en hún vildi láta reyna á flug frá Stokkhólmi. Rúnar ritaði harðort bréf til utanríkisráðuneytisins, sem hann stílaði á Maríu Mjöll Jónsdóttur deildarstjóra upplýsingamála þar sem hann segir meðal annars að Icelandair hafi í hendi sér „í hvaða mæli, og hvernig, landið er opið gagnvart umheiminum þegar kemur að flutningum fólks og varnings á tímum almannavár.“ Rúnar telur að þessa óbeinu aðkomu stjórnvalda þurfi að endurskoða. „Til skemmri tíma verður að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu.“ María Mjöll segir að þau hjá utanríkisráðuneytinu hafi haft samband við flesta Íslendinga sem staddir eru erlendis og skráðir sem slíkir hjá ráðuneytinu og miðlað þeim upplýsingum til Icelandair. Sem þá skipuleggur flugferðir í samræmi við metna eftirspurn og þörf.
Utanríkismál Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24
Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57