Forstjóri almannavarna Svíþjóðar taldi jólaferð til Kanaríeyja nauðsynlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 20:18 Dan Eliasson, forstjóri almannavarna í Svíþjóð. JANERIK HENRIKSSON/EPA Dan Eliasson, framkvæmdastjóri almannavarna í Svíþjóð, hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir ferð sína til Las Palmas um jólin. Sjálfur segir hann ferðina hafa verið nauðsynlega. Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36
Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27
Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48